Laxagrín með arómati og tilsitter-osti

Svona lítur laxagrín út... tilvalið í veisluna.
Svona lítur laxagrín út... tilvalið í veisluna.

Þessi tíma­móta­rétt­ur heit­ir svo sniðugu nafni að maður veit vart hvað halda skal. Er hann svona flippaður eða hvað er málið? Hann kem­ur úr hinu mikla meist­ara­verki Bestu upp­skrift­irn­ar 1989 sem Osta- og smjör­sal­an gaf út og hér kenn­ir ým­issa grasa. 

Til­sitter ost­ur er reynd­ar ill­fá­an­leg­ur hér á landi. Ein­hverj­ir mat­ar­spek­úl­ant­ar inn á Mat­artips hafa fundið sam­bæri­leg­an ost í Nettó en ann­ars má nota Havarta í staðinn þó hann sé ekki jafn bragðmik­ill. 

Til að toppa allt eru hér sperg­lar – eða niðursoðinn asp­as í dós og saf­inn er notaður með. Svo auðvitað Arómat.  

Þessi rétt­ur get­ur eig­in­lega ekki klikkað...

Laxa­grín 

Fyr­ir 4-5

  • 150 g reykt­ur lax
  • 150 g rækj­ur
  • 100 g til­sitter-ost­ur
  • 1 dós sperg­lar
  • 100 g papriku­ost­ur
  • 1 dós sýrður rjómi 
  • 1/​8 tsk. Arómat
  • 1 tsk. sítr­ónusafi
  • safi af sperg­lum
  • sítr­óna
  • ag­úrka

Aðferð:

  1. Skerið lax­inn og til­sitter-ost­inn í bita ásamt sperg­li. Geymið 5 heila sperg­la.
  2. Blandið rækj­un­um sam­an við og setjið í skál­ar eða á litla diska.
  3. Rífið papriku­ost­inn smátt og hrærið hon­um sam­an við sýrða rjómann. Þynnið með sperg­la­soðinu.
  4. Hellið hluta sós­unn­ar yfir laxa­blönd­una og berið af­gang­inn fram með rétt­in­um.
  5. Skreytið með heilu sperg­lun­um, sítr­ónu og ag­úrkusneiðum. 
Mögulega einn besti uppskriftabæklingur sem gefinn hefur verið út.
Mögu­lega einn besti upp­skrifta­bækling­ur sem gef­inn hef­ur verið út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert