Einföld og ómótsætðileg ostakaka Nigellu

Ljósmynd: Nigella Lawson/Lis Parsons

Þetta er ekki hin hefðbundna ostakaka sem krefst þol­in­mæði og tölu­verðs tíma. Þvert á móti er hún fersk, ein­föld, fljót­legt og um­fram allt... ómót­stæðilega bragðgóð.

Hægt er að nota hvernig sultu sem er - það er alls ekki heil­agt. En ein­föld er hún og ómót­stæðileg

Einföld og ómótsætðileg ostakaka Nigellu

Vista Prenta

Ostakaka Nig­ellu sem þarf ekki að baka

  • 125 g kex­mylsna (gott er að nota digesti­ve kex)
  • 75 g mjúkt smjör
  • 300 g rjóma­ost­ur
  • 60 g flór­syk­ur
  • 1 tsk vanillu­drop­ar
  • 1/​2 tsk sítr­ónusafi
  • 250 ml rjómi
  • 284 g krukka af kirsu­berja sultu (e. black cherry spread)

AÐFERÐ:

  1. Settu kexið í bland­ara og myldu það al­veg niður. Bættu því næst smjör­inu við og bland­an ætti að vera mjúk og kekkj­ótt.
  2. Setjð blöndna í 20 sm form og þrýstið vel niður. Látið flæða upp til hliðanna.
  3. Hrærið sam­an rjóma­osti, flór­syk­ir, vanillu­drop­um og sítr­ónusafa.
  4. Þeytið rjómann og blandið hon­um var­lega sam­an við rjóma­ost­blönd­una.
  5. Setji fyll­ing­una í formið og sléttið með sleikju.
  6. Setjið sult­una yfir og kælið í smá stund. 
  7. Berið fram og njótið í botn!
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert