Brokkolísalat sem bragð er af

Við erum svo djörf að fullyrða að jafnvel þeir sem …
Við erum svo djörf að fullyrða að jafnvel þeir sem finnst brokkolí vont eigi eftir að kunna að meta þetta salat. mbl.is/lilluna.com

Þessi upp­skrift að brok­kolísal­ati er skot­held og pass­ar sem meðlæti við öll tæki­færi, hvort sem það er með jóla­steik­inni að vetri til eða með grill­kjöt­inu að sumri. Við erum svo djörf að full­yrða að jafn­vel þeir sem finnst brok­kolí vont eigi eft­ir að kunna að meta þetta sal­at. Brok­kolíið brak­ar und­ir tönn og set­ur fersk­an tón, á meðan döðlurn­ar, hun­angið og bei­konið æra bragðlauk­ana í sæt-saltri dá­semd.

Brokkolísalat sem bragð er af

Vista Prenta

Brok­kolísal­at sem bragð er af

  • Vænn fersk­ur brok­kolí­haus
  • 10 sneiðar bei­kon
  • 10 döðlur
  • 1 rauðlauk­ur
  • 1-2 te­skeiðar hun­ang  
  • 1 te­skeið lúx­us­graflaxsósa
  • 2-3 mat­skeiðar sýrður rjómi
  • hand­fylli af sól­blóma­fræj­um

Aðferð:

Skolið brok­kolí­haus­inn, skerið hann smátt og setjið í skál. Stein­hreinsið döðlurn­ar, skerið smátt og bætið sam­an við brok­kolíið. Snögg­steikið bei­konið þar til það verður stökkt, leyfið því að kólna og skerið því næst í litla bita. Saxið rauðlauk­inn smátt og bætið við í skál­ina ásamt bei­kon­inu og sól­blóma­fræj­um. Að lok­um fer sýrður rjómi, te­skeið af hun­angi og graflaxsós­an sam­an við og öllu gumsinu blandað vel sam­an áður en það er borið á borð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert