Ingibjörg Anna kom, sá og sigraði

Sigurvergari keppninnar.
Sigurvergari keppninnar. mbl.is/AE

Bergþór Páls­son og Al­bert Ei­ríks­son voru sér­leg­ir dóm­ar­ar kven­fé­lags­kvenna í Grund­arf­irði á dög­un­um. Af mörg­um góðum kök­um sem boðið var upp á stóð þessi upp úr að sögn Al­berts og bar sig­ur úr být­um.

Höf­und­ur henn­ar er Ingi­björg Anna Hinriks­dótt­ir, sem ný­geng­in er í kven­fé­lagið Gleym mér ei, og átti held­ur bet­ur glæsi­lega inn­göngu.

Ingi­björg Anna kom, sá og sigraði

Vista Prenta

Jarðarberja- og Bai­leys-terta

Svamp­botn

  • 1 bolli syk­ur
  • 1 bolli egg
  • ¾ bolli hveiti
  • ¼ bolli kart­öfl­umjöl
  • 1 tsk. lyfti­duft

AÐFERÐ:

  1. Stillið ofn­inn á 160°.
  2. Þeytið egg og syk­ur sam­an þannig að þau verði ljós og létt. Bæt­ir síðan þur­refn­inu í skál­ina og hrær­ir var­lega sam­an. Setjið degið í form og inn í ofn í u.þ.b kortér. Kælið svamp­botn­inn.

Mar­engs

  • 170 gr. syk­ur
  • 3 eggja­hvít­ur

AÐFERÐ:

  1. Stillið ofn­inn á 140°.
  2. Stífþeytið eggja­hvít­urn­ar sam­an við syk­ur­inn. Setjið í formið og inn í ofn í u.þ.b klukku­stund. Kælið mar­engs­inn.

Að auki þarf:

Makkarón­ur
 og eina öskju af jarðarberj­um.

AÐFERÐ:

  1. Setjið svamp­botn á disk. Raðið makkarón­um á botn­inn og hellið vel af Bai­leys yfir. Þeytið 500 ml af rjóma. Geymið smá rjóma til hliðar.
  2. Skerið kassa af jarðarberj­um niður í litla bita (gott að geyma nokk­ur ber til skreyt­inga) og blandið sam­an við rjómann.
  3. Dreifið rjóm­an­um vel yfir makkarón­urn­ar. Setjið mar­engsið ofan á rjómann og þrýstið var­lega á mar­engsið svo að hún fest­ist. 
  4. Takið rjómann sem þið lögðuð til hliðar og smyrjið hliðina vel. 


  5. Skreytið með Bai­leys-súkkulaði og með berj­um að eig­in vali.

Bai­leys-súkkulaði

  • 3 msk. Bai­leys
  • 2 msk. rjómi
  • 75 gr. suðusúkkulaði
Albert Eiríksson, Ingibjörg Anna Hinriksdóttir og Bergþór Pálsson ásamt sigurvegara …
Al­bert Ei­ríks­son, Ingi­björg Anna Hinriks­dótt­ir og Bergþór Páls­son ásamt sig­ur­veg­ara keppn­inn­ar, jarðarberja- og Bai­leys-tert­unni. mbl.is/​AE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert