Camembert brauðréttur sem slær í gegn

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Brauðréttir eru sívinsælir og hér gefur að líta camembert brauðrétt úr smiðju Berglindar Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt.

Hann er afskaplega klassískur og góður og slær pottþétt í gegn - að minnsta kosti fullyrðir Berglind það.

Camembert brauðréttur sem slær í gegn

  • 6-7 sneiðar franskbrauð
  • 7 sneiðar skinka
  • 1 camembert ostur
  • 2 1/2 dl rjómi
  • 1 rauð paprika
  • 1 græn paprika

*Tips frá lesanda að bræða til helminga mexikoost og camembert

AÐFERÐ:

  1. Skerið skorpuna af brauðinu og rífið niður í bita.
  2. Smyrjið eldfast mót og setjið brauðið í botninn.
  3. Skerið skinkuna í litla bita og setjið ofaná.
  4. Skerið camembert í bita og setjið ásamt rjóma í pott og bræðið saman við vægan hita. Hrærið reglulega í blöndunni þar til allur osturinn er uppleystur. Hellið blöndunni þá yfir brauðið og stráið að lokum smátt skorinni papriku yfir allt.
  5. Látið í 170°c heitan ofn í 15 mínútur eða þar til rétturinn er heitur í gegn og osturinn rétt að byrja að verða gylltur. Berið fram með rifsberjahlaupi.
mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka