Ostafylltar snakkpaprikur á grillið

Svona líta partýpaprikur út.
Svona líta partýpaprikur út. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Þess­ar stór­snjöllu paprik­ur eru sann­kallaðar partýpaprik­ur. Fyllt­ar af brie-osti er ekki hægt að ímynda sér betra meðlæti á grillið. 

Þess­ar paprik­ur eru úr smiðju Lækn­is­ins í eld­hús­inu sem heit­ir réttu nafni Ragn­ar Freyr Ingvars­son. Þess­ar paprik­ur bauð hann upp á með þess­ari ljúf­fengu steik.

Ostafylltar snakkpaprikur á grillið

Vista Prenta

Osta­fyllt­ar snakkpaprik­ur á grillið

  • fjór­ar snakkpaprík­ur
  • 4 msk. hvít­lauk­sol­ía
  • 1/​2 brie-ost­ur
  • hand­fylli af geita­osti
  • salt og pip­ar
Aðferð:
Skerið paprik­urn­ar til helm­inga og leggið í ál­bakka. 
Penslið með hvít­lauk­sol­íu og leggið ost­inn ofan á. 
Bakið á grill­inu við óbein­an hita í 30 mín­út­ur. 
Paprikurnar tilbúnar á grillið.
Paprik­urn­ar til­bún­ar á grillið. mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
Paprikurnar eru sérlega girnilegar að sjá þegar þær koma af …
Paprik­urn­ar eru sér­lega girni­leg­ar að sjá þegar þær koma af grill­inu. mlb.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert