Sushi-kleinuhringur

Sushi-kleinuhringurinn er engin smásmíði og vegur hvorki meira en minna …
Sushi-kleinuhringurinn er engin smásmíði og vegur hvorki meira en minna en 7,2 kíló og í hann fóru tæp 3 kíló af hrísgrjónum. mbl.is/HellthyJunkfood

Það er ekki öll vit­leys­an eins. Veit­ingastaður­inn Wave Asi­an Bistro & Sus­hi og vefsíðan Hellt­hy Junkfood tóku sig sam­an um að skapa risa­vax­inn sus­hi-kleinu­hring á dög­un­um. Kleinu­hring­ur­inn er eng­in smá­smíði og veg­ur hvorki meira en minna en 7,2 kíló og í hann fóru tæp 3 kíló af hrís­grjón­um sem troðið var í veg­legt kleinu­hringja­mót. Þar ofan á kom Ahi-tún­fisk­ur, krabba­kjöt, lax, gúrka, lárpera og sjáv­arþari meðal ann­ars.

Fyr­ir þá sem lang­ar að bjóða upp á eitt­hvað skemmti­lega öðru­vísi í næsta sam­kvæmi er spurn­ing um að henda í einn sus­hi-kleinu­hring, má sjá hvernig farið var að í mynd­band­inu hér að neðan. Við mæl­um þó með því að eiga nóg til af sojasósu og wasa­bi fyr­ir slíka veislu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert