Ekta grísk tzatziki sósa

Þessi holla, létta og ljúffenga sósa fer einstaklega vel með …
Þessi holla, létta og ljúffenga sósa fer einstaklega vel með grillmat. mbl.is/CiaoFlorentina

Það tek­ur lít­inn sem eng­an tíma að henda í góða tzatziki sósu, þar að auki er hún ein­stak­lega sum­ar­leg og með munn­fylli af henni má lygna aft­ur aug­un­um og ímynda sér að maður sitji í hæðunum á Santor­ini. Þessi holla, létta og ljúf­fenga sósa fer ein­stak­lega vel með grill­mat, gyros vefj­um, og ham­borg­ur­um. Hún er einnig stór­góð ídýfa með niður­skornu græn­meti, pítu­brauði eða grófu kexi.

Ekta grísk tzatziki sósa

Vista Prenta

Ekta grísk tzatziki sósa

  • 1/​2 gúrka
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • 2 msk. góð ólífu­olía
  • 500 gr. grísk jóg­úrt
  • 1 lítið búnt ferskt dill
  • 1/​2 sítr­óna
  • salt og pip­ar

Aðferð 

  1. Skerið gúrk­una langs­um í tvennt og skafið fræ­in úr miðjunni með mat­skeið. Rífið svo gúrk­una niður með grófu rif­járni.

  2. Setjið rifnu gúrk­una í sigti og tyllið því ofan á skál. Bætið við sjáv­ar­salti og hrærið annað slagið vel í til að losa gúrk­una við vökva. Það má einnig leggja rifnu gúrk­una á örk af eld­húspapp­ír til að þurrka hana enn frek­ar.

  3. Flysjið hvít­lauk­inn, saxið hann smátt og setjið í skál. Bætið ólífu­olí­unni við hvít­lauk­inn í skál­inni. Bætið gúrk­unni svo sam­an við og hrærið því næst grísku jóg­úrt­inni út í og blandið vel.

  4. Skerið dillið smátt og hrærið sam­an við blönd­una. Kreistið hálfa sítr­ónu og bætið saf­an­um við. Bætið að lok­um við salti og pip­ar eft­ir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert