Stórhættuleg viskí-súkkulaðikaka með saltri karamellu

Ef einhver hefur smekk fyrir súkkulaði og viskíi, er ekki …
Ef einhver hefur smekk fyrir súkkulaði og viskíi, er ekki líklegt að sá hinn sami eigi eftir að fúlsa við sneið af þessari. mbl.is/JetandIndigo

Við rák­umst á upp­skrift af þess­ari skemmti­lega öðru­vísi köku nú á dög­un­um, en hana fund­um við á afar fal­legri mat­ar­vefsíðu sem heit­ir Jet & Indigo. Kak­an er skemmti­leg­ur sam­an­barn­ing­ur af súkkulaði og viskíi, og finnst okk­ur bráðsniðugt að baka hana við tæki­færi ef viskí-unn­end­ur eru í fjöl­skyld­unni eða vina­hópn­um. Ef ein­hver hef­ur á annað borð smekk fyr­ir viskíi, er ekki lík­legt að sá hinn sami eigi eft­ir að fúlsa við sneið af þess­ari.

Stórhættuleg viskí-súkkulaðikaka með saltri karamellu

Vista Prenta

Viskí-súkkulaðikaka með saltri kara­mellu­bráð

Fyr­ir kök­una:

  • 225 gr. ósaltað smjör
  • 2 boll­ar hveiti
  • 150 gr. dökkt súkkulaði
  • 1/​4 bolli „in­st­ant“ kaffi­duft
  • 1/​4 bolli kakó
  • 1/​2 bolli vatn
  • 1 bolli viskí
  • 1/​4 tsk. salt
  • 3 stór egg
  • 1 og 1/​2 bolli syk­ur
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar

Fyr­ir kara­mell­una: 

  • 1 bolli syk­ur
  • 1 og 1/​4 bolli rjómi
  • 60 gr. smjör
  • 1/​2 tsk. sjáv­ar­salt

Fyr­ir kremið:

  • 350 gr. ósaltað mjúkt smjör
  • 2 boll­ar flór­syk­ur
  • 2 msk. viskí
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1/​4 bolli söltuð kara­mellu­bráð

Aðferð

  1. Hitið ofn­inn í 180 gráður. Smyrjið feiti inn í tvö köku­mót sem eru um 18 sentí­metr­ar að stærð.

  2. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í ör­bylgju­ofni og setjið til hliðar og leyfið því að kólna.

  3. Leysið „in­st­ant“ kaffi­duft og kakó í skál með sjóðandi vatni. Setjið til hliðar og leyfið því að kólna.

  4. Takið stóra skál og hrærið smjörið þar til það er orðið létt og krem­kennt. Bætið þá við eggj­um, sykri og vanillu­drop­um og hrærið sam­an þar til bland­an er létt og slétt að áferð. Bætið því næst við bráðna súkkulaðinu og hrærið var­lega sam­an.

  5. Bætið viskí­inu við kaffi-kakóblönd­una, og skellið því öllu svo sam­an við deigið. Hellið því næst hveit­inu og lyfti­dufti sam­an við. Hrærið allt sam­an þar til það er vel blandað.

  6. Skiptið deig­inu upp í tvo jafna hluta og hellið í formin tvö. Inn í ofn með mót­in og bakið í 40 mín­út­ur, eða þar til hægt er að stinga prjón í kök­una og hann kem­ur hreinn út úr því ferðalagi. Leyfið þá kök­un­um að kólna al­gjör­lega.

  7. Þá er gott að búa til kara­mellu­bráðina. Setjið syk­ur á pönnu og bræðið við meðal­hita eða um 10 mín­út­ur þar til syk­ur­inn bráðnar og verður dökk-gull­in brúnn að lit. Gætið þess að hræra ekki sykr­in­um á pönn­unni, en veltið pönn­unni frek­ar á all­ar hliðar til að syk­ur­inn bráðni jafnt.

  8. Takið pott og hitið þar sam­an rjóma og smjör á miðlungs-háum hita þar til það bráðnar sam­an. Þegar syk­ur­inn er al­veg bráðnaður má slökkva á hit­an­um og hræra heitri rjóma-smjörs blönd­unni sam­an við svo úr verður kara­mella. Bætið við sjáv­ar­salt­inu í lok­in.

  9. Því næst búum við til kremið. Þá hrær­um við smjör þar til það verður létt og ljóst og bæt­um þá 1/​4 bolla af söltu kara­mellu­bráðinni sam­an við. Bætið flór­sykr­in­um var­lega við og hrærið hægt. Ef ykk­ur finnst kremið of þunnt má bæta flór­sykri sam­an við þar til það verður þykk­ara.

  10. Þegar kök­urn­ar hafa kólnað al­ger­lega skal taka góðan hníf og skera hverja köku langs­um í tvennt svo úr verði 4 lög af köku allt í allt. Smyrjið krem­inu á neðsta lagið og svo örþunnt lag af saltri kara­mellu ofan á það. Leggið þá annað lag af köku yfir og end­ur­takið að leik­inn koll af kolli þar til öll fjög­ur lög­in eru kom­in ofan á hvert annað með lagi af kremi og kara­mellu­bráð á milli.

  11. Að lok­um skal smyrja af­gang­in­um af krem­inu ofan á kök­una og niður með hliðunum. Ekki hafa áhyggj­ur ef kremið dug­ar ekki, þá smyrj­um við bara því sem til er þunnt yfir og þetta verður fal­lega nak­in kaka (e. naked cake). Það þykir ekki verra að sjá­ist glitta í svamp­botn­inn í gegn­um kremið og að hún sé ekki al­ger­lega þakin. Loks­ins smá láta af­gang­inn af söltu kara­mellu­bráðinni leka yfir efsta lag kök­unn­ar og niður með hliðunum. Það fer vel að skreyta kök­una með muld­um hnet­um.
Þessi kaka er fullkomin fyrir viskí-unnendur.
Þessi kaka er full­kom­in fyr­ir viskí-unn­end­ur. mbl.is/​Jet­and­Indigo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert