Nú getur þú fengið morgunverð á Tiffany's

Ef einhver er á leið til New York er ekki …
Ef einhver er á leið til New York er ekki seinna vænna en að líta við á Blue Box Café. mbl.is/tiffany.com

Tiff­any's-versl­un­in á 727 Fifth Avenue í New York opnaði fyr­ir stuttu The Blue Box Café, veit­ingastað og kaffi­hús uppi á fjórðu hæð í skart­gripa­versl­un­inni frægu. Marg­ir muna ef­laust eft­ir hinu íkon­íska atriði í kvik­mynd­inni Break­fast at Tiff­any's þegar Au­d­rey Hep­burn, í hlut­verki Holly Golig­htly, mæn­ir löng­un­ar­aug­um inn um búðar­glugg­ann á skart­gripa­versl­un­inni frægu, með smjör­deigs­horn í ann­arri og kaffi­mál í hinni.

Nú geta fínu frúrn­ar setið uppi á fjórðu hæð með rán­dýr­an kaffi­bolla og horft niður á smæl­ingj­ana í Central Park-garðinum. Kaffi­húsið er þó í dýr­ara lagi, eins og við var kannski að bú­ast, en kaffi­bolli og smjör­deigs­horn kost­ar 29 doll­ara. Það er þó boðið upp á aðeins fleira en kaffi og croiss­ant, hægt er að fá ristað brauð með lárperu, egg með trufflu­svepp eða beyglu með reykt­um laxi. Einnig er boðið upp á kök­ur sem eru í lag­inu eins og Tiff­any's skart­gripaaskja, hjúpaðar blágrænu kremi með hvítri slaufu úr syk­ur­massa. 

Ásamt því að sötra kaffi á fjórðu hæðinni er þar einnig hægt að kaupa fal­lega Tiff­any's-muni fyr­ir heim­ilið eins og borðbúnað og annað smá­legt. Hæðin er ný­tek­in í gegn, en þung­lama­leg­ir viðarpanel­ar og dökk­ur marmari, sem kom­inn var til ára sinna, fékk að víkja fyr­ir ljós­um marm­ara og hvít­um veggj­um. Kaffi­húsið er svo auðvitað skreytt í hinum sögu­fræga blágræna þemalit Tiff­any's. Ef ein­hver er á leið til New York er ekki seinna vænna en að líta við á The Blue Box Café, sökkva þar ofan í sægræna flau­els­stóla og maula kök­ur í lag­inu eins og Tiff­any's-skart­gripa­öskj­ur. Hægt er að panta borð hér.

Kaffihúsið Blue Box Café er skreytt í hinum sögufræga blágræna …
Kaffi­húsið Blue Box Café er skreytt í hinum sögu­fræga blágræna þemalit Tiff­any's. mbl.is/​Tiff­any.com
Ásamt því að sötra kaffi á fjórðu hæðinni er þar …
Ásamt því að sötra kaffi á fjórðu hæðinni er þar einnig hægt að kaupa fal­lega Tiff­any's-muni fyr­ir heim­ilið eins og borðbúnað. mbl.is/​tiff­any.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert