Sumarlegur hollustukjúklingur sem slær í gegn

Girnilegur sumarkjúklingur.
Girnilegur sumarkjúklingur. mbl.is/Einn tveir og elda

Þessi geggjaði su­mar­kjúlli er ör­ugg als­lemma. Dress­ing­in er al­veg hreint marg­slung­inn og sér­lega skemmti­leg og við mæl­um svo sann­ar­lega með þess­um dá­semd­ar­rétt. 

Það væri jafn­vel hægt að grilla hann!

Það eru snill­ing­arn­ir í Einn, tveir og elda sem eiga heiður­inn að upp­skrift­inni.

Sumarlegur hollustukjúklingur sem slær í gegn

Vista Prenta

Sum­ar­leg­ur holl­ustukjúk­ling­ur sem slær í gegn

Hrá­efnið í þenn­an rétt er: (fyr­ir tvo)

  • 400 gr kjúk­linga­læri
  • 300 gr grasker
  • 300 gr sell­e­rírót

Mojhito dress­ing:

  • 2 stilk­ar mynta
  • 2 msk hun­ang
  • 1 stk chili
  • 1 dl olía
  • 1 stk lim​e
  • 1 tsk gróft salt

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 180° á blæstri. Skerið graskerið og sell­e­rí­rót­ina í sirka 2cm ten­inga. Setjið í eld­fast­mót ásamt 2 msk af olíu og klípu af salti og pip­ar. Bakið í ofn­in­um í 10 mín­út­ur.
  2. Setjið mojhito mar­in­er­ing­una í skál og veltið kjúk­linga­lær­un­um vel upp úr henni.
  3. Þegar græn­metið er búið að bak­ast í 10 mín­út­ur takið þið það úr ofn­in­um, leggið kjúk­linga­lær­in yfir ásamt rest­inni af mar­in­er­ing­unni. Setjið svo aft­ur inn í ofn og eldið í 10 - 15 mín­út­ur eða þangað til kjúk­ling­ur­inn er fulleldaður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert