Unaðsleg aspasstykki

Sjúklega lekkert eins og einhver myndi segja.
Sjúklega lekkert eins og einhver myndi segja. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sú var tíðin að asp­as var ein­göngu borðaður niðursoðinn hér á landi en nú er tíðin al­deil­is önn­ur og tölu­vert úr­val af þessu sæl­gæti til í versl­un­um. Hér gef­ur að líta sér­lega huggu­leg­an partýrétt sem ætti að slá í gegn í hvaða boði sem er. Asp­asinn er hér með bæði brie-osti og smjör­deigi og má færa nokkuð sann­fær­andi rök fyrr því að gott boð verði enn betra með kræs­ing­um sem þess­um.

Unaðsleg aspasstykki

Vista Prenta

Unaðsleg aspasstykki

  • 1 pakki frosið smjör­deig
  • 1 ½  - 2 búnt lít­ill asp­as
  • 1 ½  brie
  • 2 msk. olía
  • salt og pip­ar
  • 1 egg
  • 2 msk. hun­ang
  • 1 tsk. vatn
  • 1 tsk. timj­an

Aðferð:

  1. Þíðið smjör­deigið og skerið það í helm­inga svo hver hluti verður að jafn­hliða fer­hyrn­ingi. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 190 C. Skerið brie-inn í sneiðar (ca. 1/​2 cm þykk­ar) og leggið ofan á smjör­deigið á ská.
  2. Veltið aspasn­um upp úr olíu, salti og pip­ar, skiptið svo aspasn­um á milli smjör­deig­anna og leggið ofan á brie-inn. Vefjið end­um smjör­deigs­ins utan um asp­asinn og klípið deigið vel sam­an.
  3. Hrærið eggið sam­an og penslið því á smjör­deigið. Bakið stykk­in inni í ofni í um það bil 20 mín. eða þangað til smjör­deigið er orðið vel púffað og byrjað að dökkna fal­lega.
  4. Hrærið ör­litlu vatni sam­an við hun­angið til þess að gera það auðveld­ara að smyrja með því, hrærið timj­ani sam­an við og smyrjið því á heit stykk­in.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert