Afmæliskakan sló í gegn

Reynir Leo ofurtöffari.
Reynir Leo ofurtöffari. mbl.is/Maria Gomez

Hvaða dreng dreymir ekki um sína eigin ofurhetju-afmælisköku? Reynir Leó fékk ósk sína uppfyllta á dögunum þegar hann hélt upp á fimm ára afmæli sitt. 

Móðir hans, Maria Gomez, sem heldur úti lífstílsblogginu Paz bakaði þessa köku sem við flokkum klárlega sem „sjúklega vel heppnaða.“

Bæði er myndin af honum algjört æði en á henni er hann í Batman búning. Myndina lét María prenta á kökuskreytingu og eins og sjá má það heppnaðist það upp á tíu.

Litapallettan er líka æði og heilt yfir erum við að elska þessa köku. Til hamingju Reynir Leó!

Afmæliskakan góða

Í uppskriftina þarf:

Með þessum hlutföllum passar kakan í ferkantað form sem er 22×33 cm. Ef þið viljið baka heila ofnskúffu þá er það uppskriftin fyrir neðan

  • 1 3/4 bollar af hveiti
  • 1 1/2 bolli sykur
  • 1 1/4 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 3 kúfaðar msk kakó
  • 1/2 bolli brætt smjör
  • 1 bolli mjólk
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Blandið öllum þurrefnunum saman og hrærið þeim létt saman með handþeytaranum.

Bræðið smjörið og setjið næst mjólk, egg, vanilludropa og smjör út í. Passið að setja fyrst mjólkina og eggin og svo síðast smjörið svo eggin soðni ekki í smjörinu. Þeytið svo allt saman en passið að þeyta ekki of lengi. Bara rétt þar til allt er blandað saman. Þannig verður kakan mjúk og loftkennd.

Deigið er frekar þykkt en það á að líta svona út

Smyrjið næst bökunarmótið með smjöri að innan og hellið deiginu út á.

Smyrjið svo deiginu jafnt yfir formið og bakið á 180 C°í 25-30 mínútur. Stingið hníf í miðja kökuna áður en hún er tekin út til að meta hvort hún sé til. Ef það kemur deig á hnífinn hafið hana þá inni 3-5 mínútur lengur.

Uppskrift af glassúr

  • 6 dl flórsykur
  • 1/2 tsk salt
  • 6 msk kakó
  • 2-3 msk uppáhellt kaffi (kemur ekki kaffibragð, dýpkar bara súkkulaðibragðið)
  • 60-70 ml vatn eða meira….þurfið að meta hversu þykkan þið viljið hafa glassúrinn

Aðferð:

Hrærið öllum þurrefnunum fyrst saman með skeið og setjið síðan kaffið út í. Vatnið er sett síðast en þá er gott að setja bara smátt og smátt í einu og bæta svo meira við eftir því hversu þykkan þið viljið hafa glassúrinn.

Mér finnst hann bestur þegar hann er í þykkari kantinum en samt ekki of þykkur.

Þegar kakan hefur kólnað vel í forminu, hellið þá glassúrnum yfir og sléttið jafnt yfir alla kökuna. Stráið svo kókósmjöli yfir allt að lokum.

Í heila ofnskúffu þarf:

  • 3 1/2 bollar  hveiti
  • 3 bollar sykur
  • 2 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 2 tsk salt
  • 6 kúfaðar msk kakó
  • 1 bolli brætt smjör
  • 2 bollar mjólk
  • 4 egg
  • 2 tsk vanilludropar

Bakast á 180-200 C°heitum ofni í 30-40 mínútur.

Tvöfaldið svo uppskriftina af glassúrnum til að hann passi yfir alla kökuna. 

mbl.is/Maria Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka