Lambaborgarar með sítrónu- og capers-aioli og fennelsalati

Gómsætir lambaborgarar eins og þeir gerast bestir.
Gómsætir lambaborgarar eins og þeir gerast bestir. mbl.is/Bon Appetit

Hver vill ekki prófa eitthvað splunkunýtt og spennandi í næsta grilli? Mögulega eitthvað sem fær fólk til að æpa af gleði og dásama matreiðsluhæfileika þína og hugvitssemi. Þú tekur hólinu af hógværð enda veistu að þú varst með skothelda uppskrift í höndunum - enda beint úr smiðju meistaranna hjá Bon Appetit.

Lambaborgarar með sítrónu- og capers-aioli og fennelsalati

Aioli

  • ¼ bolli capers
  • 1 bolli majónes
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 tsk fínt rifinn sítrónubörkur
  • 3 msk (eða meira) ferskur sítrónusafi
  • 1 tsk dijonsinnep
  • 2 pressuð
  • hvítlauksrif
  • sjávarsalt

AÐFERÐ:

Setjið capers í litla skál og hellið yfir það heitu vatni svo fljóti yfir. Látið standa í 20 múnútur. Hellið vatninu af, þerrið og saxið gróft.

Pískið öllum innihaldsefnum saman, bætið við salti og meiri sítrónusafa eftir smekk.

Aioli má búa til daginn áður og geyma í ísskáp.

Borgarar

  • 750 g lambakjöt
  • sjávarsalt
  • 2 msk ólífuolía

Mótið kjöthakkið í fjóra þykka borgara, kryddið með salti og látið standa við eldhúshita í hálftíma.

Hitið 2 msk olíu á stórri pönnu og steikið borgarana þar til þeir eru fallega brúnir, u.þ.b. 5-7 mín (þeir verða ekki eins dökkir og nautahamborgarar), snúið og steikið á hinni hliðinni, um 5 mín þá verða þeir „medium-rare“. Færið borgararana upp á fat og látið standa í 10 mín.

Fennelsalat

  • 2 msk ólífuolía
  • 3 sellerístilkar, smátt skornir á ská
  • ½ fennel skorið í þunnar sneiðar og ¼ bolli
  • smátt söxuð fennelblöð (ef vill)
  • ¼ stór laukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 3 msk ferskur sítrónusafi
  • 2 tsk smátt söxuð þurrkuð minta
  • nýmalaður pipar
  • 4 kartöflur eða ristað
  • ciabattabrauð
  • ansjósur (meðlæti)

Á meðan borgararnir bíða má útbúa salatið.

Öllum innihaldsefnum er blandað saman, saltað örlítið og piprað og látið í meðalstóra skál.

Dreifið ríkulega af aioli á brauð-eða kartöfluskífurnar, leggið hamborgara ofan á, 3-4 ansjósur þar ofan á og slatta af salati áður en lokinu er skellt á. Við neyslu þessa safaríka réttar getur verið skynsamlegt að nota smekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka