Lambaborgarar með sítrónu- og capers-aioli og fennelsalati

Gómsætir lambaborgarar eins og þeir gerast bestir.
Gómsætir lambaborgarar eins og þeir gerast bestir. mbl.is/Bon Appetit

Hver vill ekki prófa eitt­hvað splunku­nýtt og spenn­andi í næsta grilli? Mögu­lega eitt­hvað sem fær fólk til að æpa af gleði og dá­sama mat­reiðslu­hæfi­leika þína og hug­vits­semi. Þú tek­ur hól­inu af hóg­værð enda veistu að þú varst með skot­helda upp­skrift í hönd­un­um - enda beint úr smiðju meist­ar­anna hjá Bon App­e­tit.

Lambaborgarar með sítrónu- og capers-aioli og fennelsalati

Vista Prenta

Lamba­borg­ar­ar með sítr­ónu- og ca­pers-ai­oli og fenn­elsal­ati

Ai­oli

  • ¼ bolli ca­pers
  • 1 bolli maj­ónes
  • 2 msk ólífu­olía
  • 1 tsk fínt rif­inn sítr­ónu­börk­ur
  • 3 msk (eða meira) fersk­ur sítr­ónusafi
  • 1 tsk dijons­inn­ep
  • 2 pressuð
  • hvít­lauksrif
  • sjáv­ar­salt

AÐFERÐ:

Setjið ca­pers í litla skál og hellið yfir það heitu vatni svo fljóti yfir. Látið standa í 20 múnút­ur. Hellið vatn­inu af, þerrið og saxið gróft.

Pískið öll­um inni­halds­efn­um sam­an, bætið við salti og meiri sítr­ónusafa eft­ir smekk.

Ai­oli má búa til dag­inn áður og geyma í ís­skáp.

Borg­ar­ar

  • 750 g lamba­kjöt
  • sjáv­ar­salt
  • 2 msk ólífu­olía

Mótið kjöt­hakkið í fjóra þykka borg­ara, kryddið með salti og látið standa við eld­hús­hita í hálf­tíma.

Hitið 2 msk olíu á stórri pönnu og steikið borg­ar­ana þar til þeir eru fal­lega brún­ir, u.þ.b. 5-7 mín (þeir verða ekki eins dökk­ir og nauta­ham­borg­ar­ar), snúið og steikið á hinni hliðinni, um 5 mín þá verða þeir „medi­um-rare“. Færið borg­ar­ar­ana upp á fat og látið standa í 10 mín.

Fenn­elsal­at

  • 2 msk ólífu­olía
  • 3 sell­e­rístilk­ar, smátt skorn­ir á ská
  • ½ fenn­el skorið í þunn­ar sneiðar og ¼ bolli
  • smátt söxuð fenn­el­blöð (ef vill)
  • ¼ stór lauk­ur, skor­inn í þunn­ar sneiðar
  • 3 msk fersk­ur sítr­ónusafi
  • 2 tsk smátt söxuð þurrkuð minta
  • nýmalaður pip­ar
  • 4 kart­öfl­ur eða ristað
  • cia­batta­brauð
  • an­sjó­s­ur (meðlæti)

Á meðan borg­ar­arn­ir bíða má út­búa sal­atið.

Öllum inni­halds­efn­um er blandað sam­an, saltað ör­lítið og piprað og látið í meðal­stóra skál.

Dreifið ríku­lega af ai­oli á brauð-eða kart­öflu­skíf­urn­ar, leggið ham­borg­ara ofan á, 3-4 an­sjó­s­ur þar ofan á og slatta af sal­ati áður en lok­inu er skellt á. Við neyslu þessa safa­ríka rétt­ar get­ur verið skyn­sam­legt að nota smekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert