Óvenjufagurt og bragðgott salat

Þetta rauðrófusalat er hollt og gott, dásamlega ljúffengt og fer …
Þetta rauðrófusalat er hollt og gott, dásamlega ljúffengt og fer alveg einstaklega vel með grillmat. mbl.is/TheCooksPyjamas

Sal­at er ekki bara sal­at eins og alþjóð veit og oft­ar en ekki rekst maður á sal­at sem er svo forkunn­ar­fag­urt að það hálfa væri nóg. Þetta sal­at er eitt þeirra og ekki spill­ir fyr­ir að það er sér­lega bragðgott, pass­ar vel með nán­ast öll­um mat og er af­skap­lega fljót­legt.

Ef ekki gefst tími til að sjóða rauðrófu fyr­ir sal­atið, þá má vel flýta fyr­ir sér með því að nota eldaðar rauðróf­ur sem fást til­bún­ar í mat­vöru­búðum. Ef þið hafið ekki smekk fyr­ir geita­osti, þá má skipta hon­um út fyr­ir góðan feta­ost.

At­hugið að rauðróf­urn­ar geta litað ost­inn svo hann verður fag­ur­bleik­ur. Best er þá að setja sal­atið sam­an rétt áður en það er borið á borð svo hann hald­ist hvít­ur. Hægt er að bera sal­atið fram á fati, en ef það er borið fram í tré­skál er þjóðráð að skera hvít­lauksrif í tvennt og nudda því inn­an í skál­ina, þá kem­ur svaka­lega góður hvít­lauk­skeim­ur af sal­at­inu.

Óvenjufagurt og bragðgott salat

Vista Prenta

Rauðróf­u­sal­at með geita­osti

  • 1 kg. heil rauðrófa
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • Timj­an
  • Edik
  • Ólífu­olía (til að baka rauðróf­urn­ar)
  • 60 ml. vatn 
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 1 msk. rauðvín­se­dik
  • 150 gr. kletta­sal­at
  • 150 gr. geita­ost­ur
  • 40 gr. ristaðar val­hnet­ur
  • Salt og pip­ar

Aðferð

  1. Hitið ofn­inn í 180 gráður.

  2. Setjið rauðróf­una í heilu lagi í eld­fast mót ásamt hvít­lauks­geir­um og timj­an eft­ir smekk. Slettið smá af ed­iki í mótið og hellið ólífu­olíu yfir róf­una. Kryddið með salti og pip­ar.

  3. Hellið vatn­inu í botn­inn á mót­inu og breiðið álp­app­ír yfir, stingið mót­inu inn í ofn og bakið í 45 mín­út­ur. Ef þú sting­ur hnífi í róf­una og hann renn­ur auðveld­lega í gegn­um miðjuna, þá er róf­an til­bú­in. Þegar róf­an er til má setja hana til hliðar og leyfa henni að kólna. Þegar hún er nægi­lega köld má ýta fingr­un­um niður með róf­unni og flusið ætti þá að losna auðveld­lega af.

  4. Hrærið sam­an 3 mat­skeiðum af ólífu­olíu og 1 mat­skeið rauðvín­se­dik í stórri skál. Kryddið blönd­una með salti og pip­ar. Skerið rauðrófu­bit­ana í 2 sentí­metra ten­inga og bætið út í blönd­una og veltið þeim vel upp úr leg­in­um.

  5. Setjið kletta­sal­at á gott fat og leggið rauðróf­urn­ar yfir sal­atið fyr­ir miðju. Skerið geita­ost­inn gróf­lega niður og bætið ofan á rauðróf­urn­ar. Myljið val­hnet­urn­ar þar næst yfir og berið fram.

v

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert