Auðveldasta lasagna í heimi

mbl.is/Maria Gomez

Þetta lasagna er af mörg­um talið besta lasagna í heimi. Það full­yrðir að minnsta kosti höf­und­ur þess, María Gomez á Paz.is, og biður fólk jafn­framt um að láta lengd­ina á hrá­efna­list­an­um ekki hræða þar sem þetta sé flest allt eitt­hvað sem þegar er til í eld­hús­skáp­un­um. 

„Ég get ekki annað en mælt með því að þið prófið þessa upp­skrift mína og þið munuð sann­fær­ast. Það þarf ekki einu sinni að skera niður hrá­efn­in. Og það sem er best er að það er búið til frá grunni úr 100% fersku hrá­efni og græn­meti. Eng­in krukkusósa né óholl­usta. Það er al­gjört möst að eiga par­mes­an til að raspa yfir og bera fram með góðu sal­ati og jafn­vel hvít­lauks­brauði.“ 

Auðveldasta lasagna í heimi

Vista Prenta

Auðveld­asta lasagna í heimi

  • 1 græn paprika
  • 1 lauk­ur
  • 4 hvít­lauks­geir­ar eða 1 geira­laus hvít­lauk­ur
  • 1 dós af niðursoðnum tómöt­um (chopp­ed tom­atoes)
  • 1 lít­il dós tóm­at­púrra
  • 1 msk. aga­ves­íróp eða önn­ur sæta (hun­ang, hlyns­íróp, syk­ur eða hvaða sæta sem þið kjósið)
  • 1 tsk. af þurrkuðum kryd­d­jurt­um eins og basil, or­egano, tim­i­an og annað sem þið kjósið, allt frjálst. (Ég nota allt þetta sam­an).
  • 1 tsk. af hvít­lauks­dufti (ekki hvít­laukssalt)
  • 1 tsk. af lauk­dufti
  • 1 tsk. papriku­duft
  • 1 nauta­kjötsten­ing­ur
  • Múskat (val en gef­ur fá­rán­lega gott bragð)
  • 500 gr. nauta­hakk
  • stór dós kota­sæla
  • 1 poki rif­inn ost­ur (mozzar­ella er best­ur)
  • Lasagna­plöt­ur að eig­in vali úr kassa. Ég nota bara þær sem mér finnst best­ar hverju sinni. Stund­um með eggj­um, stund­um heil­hveiti eða spelt og oft hefðbundn­ar.
  • 1 dós sýrður rjómi með graslauk (þessi í græna box­inu)

Aðferð

  1. Byrjið á að steikja hakkið á pönnu og saltið og piprið. Ef þið viljið getið þið líka kryddað það með ör­lítið af or­egano, tim­i­an og papríku­dufti. Meðan hakkið er á pönn­unni byrjið þá á sós­unni.
  2. Afhýðið lauk og fræhreinsið paprík­una og skerið bæði lauk og papriku í tvennt.
  3. Setjið næst allt eft­ir­far­andi í bland­ara: Lauk, papríku, hvít­lauk, dósatóm­ata, púrru, 1 tsk. af öllu þessu, or­egano, tim­i­an, papriku­dufti, lauk­dufti og hvít­lauks­dufti. 1 nauta­soðsten­ing og 1 msk. aga­ve/​sætu.
  4. Setjið klípu af salti og pip­ar og maukið í drasl.
  5. Hellið svo sós­unni úr bland­ar­an­um, út á hakkið, og leyfið því að malla sam­an í 10 mín­út­ur á pönn­unni.
  6. Næst er svo byrjað að raða upp í eld­fasta mótið
  7. Setjið hakksósu neðst í botn­inn, í þunnu lagi, og svo þurr­ar lasagna­plöt­ur ofan á hakkið.
  8. Smyrjið svo þunnu kota­sælu­lagi ofan á plöt­urn­ar og stráið smá múskati yfir.
  9. Setjið svo aft­ur hakksósu ofan á kota­sæl­una, plöt­ur ofan á og svo kota­sælu og múskat.
  10. Svo aft­ur hakk, plöt­ur, kota­sælu og múskat.
  11. Mér finnst gott að hafa 3 lög af plöt­um.
  12. Setjið svo ofan á síðasta lagið rest­ina af hakk­inu og setjið svo sýrða rjómann yfir hakkið.
  13. Mér finnst best að hræra hann aðeins upp í dós­inni og smyrja hon­um yfir allt hakkið í þunnu lagi. það er allt í lagi þótt hann bland­ist inn í hakkið.
  14. Að lok­um er svo rifna ost­in­um stráð yfir og gott er að setja smá papriku­duft yfir ost­inn.
  15. Eldið á 200 C°und­ir­hita eða blæstri í 35 mín­út­ur.
  16. (Ef þið notið und­ir­hit­ann eru minni lík­ur á að ost­ur­inn brenni. Ég nota báðar aðferðirn­ar en ost­ur­inn verður dekkri ef notaður er blást­ur og okk­ur finnst það vera gott).
  17. Það er al­gjört möst að eiga par­mes­an til að raspa yfir og bera fram með góðu sal­ati og jafn­vel hvít­lauks­brauði. Ég er hand­viss um að ef þið gerið þessa upp­skrift einu sinni eigið þið eft­ir að koma til með að gera hana aft­ur og aft­ur og aft­ur.
  18. En verði ykk­ur að góðu elsk­urn­ar.
mbl.is/​Maria Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert