Vegan súkkulaðikaka Niguellu

Við erum heldur betur ánægð að finna ljúffenga vegan uppskrift …
Við erum heldur betur ánægð að finna ljúffenga vegan uppskrift sem engin önnur en Nigella hefur lagt blessun sína yfir. mbl.is/nigella.com

Drottn­ing smjörs og rjóma, Nig­ella Law­son, hef­ur deilt sinni eft­ir­læt­is upp­skrift af veg­an-tertu. Við höf­um reynt við marga veg­an-upp­skrift­ina og oft­ar en ekki end­ar það svo, að okk­ur finnst við vera að maula sand. Já það er snúið að finna góða upp­skrift sem inni­held­ur eng­ar dýra-afurðir og erum við því kampa­kát hér á mat­ar­vefn­um að finna ljúf­fenga veg­an upp­skrift sem eng­in önn­ur en Nig­ella hef­ur lagt bless­un sína yfir.

Vegan súkkulaðikaka Niguellu

Vista Prenta

Veg­an súkkulaðikaka Nig­ellu

Í kök­una fer:

  • 225 gr. hveiti
  • 1 ½ tsk. mat­ar­sódi
  • ½ tsk. sjáv­ar­salt
  • 1 ½ tsk. in­st­ant espresso kaffi­duft
  • 75 gr. kakó
  • 300 gr. púður­syk­ur
  • 375 ml. heitt vatn
  • 75 gr. kó­kosol­ía
  • 1 ½ tsk. epla­e­dik
  • 1 msk. æt rósa­blöð
  • 1 msk. brytjaðar pist­as­íu hnet­ur 

Í kremið fer:

  • 60 ml. kalt vatn
  • 75 gr. kó­koss­mjör (ekki kó­kosol­ía)
  • 50 gr. púður­syk­ur
  • 1 ½ tsk. in­st­ant espresso kaffi­duft
  • 1 ½ msk. kakó
  • 150 gr. dökkt súkkulaði brytjað


Aðferð

  1. Við byrj­um á því að búa til kremið. Setjið allt inni­haldið sem á að fara í kremið, nema súkkulaðið, í pott og náið upp suðu. Hrærið þar til bland­an er laus við kekki og flau­els­mjúk að áferð. Slökkvið þá á hit­an­um, en leyfið pott­in­um að standa á hell­unni og bætið brytjaða súkkulaðinu sam­an við og hrærið þar til kom­in er dökk og glans­andi glassúr-krem. Látið standa í pott­in­um og kólna, en hrærið af og til í blönd­unni.

  2. Takið 20 sentí­metra stórt hringl­ótt köku­form og klæðið það að inn­an með bök­un­ar­papp­ír. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 180 gráður, 160 gráður ef þið notið blást­ur.

  3. Blandið sam­an hveiti, mat­ar­sóda, salti og in­st­ant espresso kaffi­dufti ásamt kakói í skál.

  4. Í aðra skál skal blanda sam­an sykri, vatni, kó­kosol­íu og ed­iki þar til kó­kosolí­an hef­ur bráðnað vel sam­an við. Þá má bæta þur­refn­un­um sam­an við eitt af öðru og hræra vel á milli.

  5. Hellið í köku­formið og bakið í 35 mín­út­ur. Takið stöðuna á kök­unni eft­ir 30 mín­út­ur til að sjá hvort hún er til­bú­in. Þegar kak­an er til þá hef­ur hún losnað aðeins frá brún­um móts­ins og hægt er að stinga í hana prjóni sem kem­ur hreinn til­baka. At­hugið samt að kak­an á að vera mjúk og rök svo gæta verður þess að of­baka hana ekki. Þegar kak­an er til­bú­in má taka hana úr ofn­in­um og leyfa henni að kólna al­veg.

  6. Hrærið vel í kökukrem­inu, það á að vera nægi­lega þunnt svo það renni vel yfir kök­una, en þó það stíft að það sitji vel ofan á henni. Þegar kak­an hef­ur kólnað nægi­lega vel má hella krem­inu yfir kök­una og nota sleikju til að renna krem­inu að brún­un­um.

  7. Skreytið kök­una með ætum rósa­blöðum og brytjuðum pist­asíu­hnet­um, eða bara því sem hug­ann girn­ist, svo lengi sem það er veg­an. Leyfið kök­unni að standa í að minnsta kosti 30 mín­út­ur áður en hún er bor­in á borð til að leyfa krem­inu að stífna vel.
Kakan er skreytt með ætum rósablöðum og brytjuðum pistasíuhnetum.
Kak­an er skreytt með ætum rósa­blöðum og brytjuðum pist­asíu­hnet­um. mbl.is/​nig­ella.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert