Grænt íste með engifer og hunangi

Þetta bragðgóða íste er afar auðvelt í undirbúningi og dásamlega …
Þetta bragðgóða íste er afar auðvelt í undirbúningi og dásamlega frískandi með ferskri myntu, engifer, hunangi og sítrónu. mbl.is/KarenBitonCohen

Þegar sum­arið er loks­ins komið og þessi gula læt­ur sjá sig, að minnsta kosti annað slagið, er gam­an að dúlla sér í eld­hús­inu við að blanda sam­an kæl­andi sum­ar­drykki. Þetta bragðgóða íste er afar auðvelt í und­ir­bún­ingi og dá­sam­lega frísk­andi með ferskri myntu, engi­fer, hun­angi og sítr­ónu. Það er gott að eiga könnu af góðu ístei í ís­skápn­um að grípa til þegar gesti ber að garði, og til að svala sár­asta þorst­an­um í sum­ar­hit­an­um.

Grænt íste með engi­fer, hun­angi og ferskri myntu

  • 1 og ½ líter vatn
  • ¼ bolli engi­fer
  • 3-6 pok­ar af góðu grænu tei
  • ½ bolli fersk mynta
  • 1/​3 bolli hun­ang
  • 1 sítr­óna

Aðferð

  1. Takið meðal­stór­an pott og hellið vatn­inu í. Flysjið og skerið engi­fer í þunn­ar sneiðar. Náið upp suðu og bætið engi­fer út í pott­inn og náið upp suðu. Þegar vatnið hef­ur soðið stutta stund má taka pott­inn af hell­unni og bæta við te­pok­un­um og mynt­unni. Ef te­pok­arn­ir eru með spotta og miða á er gott að klippa þá burt áður en te­pok­un­um er skellt í pott­inn. Setjið lokið á pott­inn og leyfið hon­um að standa í 15 mín­út­ur.

  2. Fiskið engi­fer­inn og te­pok­ana úr pott­in­um. Blandið hun­angi sam­an við og kreistið safa úr hálfri sítr­ónu og bætið út í pott­inn. Þegar tebland­an hef­ur kólnað nægi­lega í pott­in­um má hella teblönd­unni í stóra könnu og setja inn í ís­skáp.

  3. Þegar bera skal teið fram má skera hinn helm­ing­inn af sítr­ón­unni og bæta 1-2 sneiðum í hvert glas, ásamt nokkr­um lauf­um af ferskri myntu og ís­mol­um.
Engifer er meinhollt og fer afskaplega vel í ístei.
Engi­fer er mein­hollt og fer af­skap­lega vel í ístei. mbl.is/​Kar­en­Bit­onCohen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert