Sælgætis skötuselur með engifer, chili og lime

Skötuselurinn er sérlega girnilegur eins og sjá má.
Skötuselurinn er sérlega girnilegur eins og sjá má. mbl/Arnþór Birkisson

Hugi Krist­ins­son, mat­reiðslumaður á Tryggvaskála á Sel­fossi galdr­ar hér fram fyr­ir les­end­ur dá­semd­ar skötu­sel með fersku sítrussal­ati og meðlæti sem er hvert öðru girni­legra. Hér er hrá­efnið í fyr­ir­rúmi.

Sælgætis skötuselur með engifer, chili og lime

Vista Prenta

Grill­lög­ur 

  • 200 ml matarol­ía
  • 100 ml soyasósa
  • ½ chili
  • 3 hvít­lauks­geir­ar
  • 3-4 cm engi­fer­rót
  • safi úr 1 lime

AÐFERÐ:

Chili er kjarn­hreinsað og saxað, hvít­lauk­ur og engi­fer­rót rif­in og öllu blandað sam­an. Skötu­sel­ur­inn er skor­inn í 80-100 gr bita og lát­inn liggja í leg­in­um í 30-40 mín­út­ur.

Sítrussal­at

  • 2 lime
  • 2 sítr­ón­ur
  • 3 app­el­sín­ur
  • 1 granatepli
  • 3 vor­lauk­ar
  • smá stein­selja

AÐFERÐ:

Börk­ur af lime, sítr­ónu og app­el­sínu er tek­inn af og ávext­irn­ir skorn­ir í lauf. Stein­selja og græni part­ur­inn af vor­laukn­um er söxuð. Allt sett sam­an í skál og djúsað með extra virg­in ólífu­olíu, sítr­ónusafa og smá salti.

Kart­öflu­sal­at 

  • 400 gr kart­öfl­ur - helst smælki
  • rauð paprika
  • ½ chili
  • 1 skallotu lauk­ur
  • 4-5 msk basilpestó
  • 1-2 msk gróf­korna sinn­ep.

AÐFERÐ:

Kart­öfl­ur eru soðnar og kæld­ar. Paprika, chili og skallottu­lauk­ur eru söxuð niður og kart­öfl­ur skorn­ar í fal­lega báta. Öllu blandað sam­an ásamt smá ólífu­olíu og smakkað til með salti.

Hvít­laukssósa

  • 1 hvít­lauk­ur
  • 1 sítr­óna
  • 1 dós sýrður rjómi 24%

AÐFERÐ:

Hvít­lauk­ur er rif­inn niður og blandað sam­an við sýrðan rjóma, börk­ur­inn af 1 sítr­ónu er rif­inn með fínu rif­járni og blandað sam­an við. Smakkað til með sítr­ónusafa og salti.

Skötu­sel­ur­inn er grillaður í 2-3 mín­út­ur á hvorri hlið. Asp­as er vaf­inn í hrá­skinku (passa að brjóta trénaða part­inn neðan af), asp­as og græn­káli er svo velt upp úr olíu og salti áður en grillað. Græn­kálið er svo dressað í sítr­ónusafa og salti áður en borið fram.

Hugi Kristinsson, matreiðslumaður á Tryggvaskála á Selfossi.
Hugi Krist­ins­son, mat­reiðslumaður á Tryggvaskála á Sel­fossi. mbl/​Arnþór Birk­is­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert