Súkkulaðikaka sem er bara fyrir fullorðna

mbl.is/Sprinkle Bakes

Ef það er til eitt­hvað betra en glas af góðu rauðvíni þá er það sneið af rauðvíns-súkkulaðiköku. Þessi kaka er bara fyr­ir full­orðna, en af henni er af­ger­andi rauðvíns­bragð og er því upp­lagt að skella í hana ef rauðvíns­unn­end­ur eru á heim­il­inu. Af þess­ari köku sér­stakt en al­veg dá­sam­lega gott bragð, en rauðvín fer afar vel með súkkulaði svo úr verður fyr­ir­taks blanda. Rauðvíns-glassúr­inn set­ur svo punkt­inn yfir i-ið. Það er því ekki neitt annað í stöðunni en að draga tapp­ann úr flösk­unni og hita ofn­inn í 165 gráður.

Súkkulaðikaka sem er bara fyrir fullorðna

Vista Prenta

Synd­sam­lega góð rauðvíns-súkkulaðikaka

Í kök­una fer:

  • ¾ bolli rauðvín
  • ½ bolli kakó
  • 1 og ¾ bolli hveiti
  • 1 og ¾ bolli syk­ur
  • 1 og ½ tsk. mat­ar­sódi
  • 1 tsk. salt
  • 7 stór egg
  • ½ bolli olía
  • ¼ tsk. vín­steins­lyfti­duft

Í glassúr­inn fer:

  • 200 gr. dökkt súkkulaði
  • ½ bolli flór­syk­ur
  • ½ bolli rauðvín (við mæl­um með Pinot Noir)
  • ½ tsk. salt
  • ¼ bolli smjör

Aðferð

  1. Hitið rauðvínið í ör­bylgju á hæstu hitastill­ingu í um eina mín­útu. Bætið þá kakó­inu sam­an við og hrærið þar til kakóið hef­ur bland­ast rauðvín­inu vel. Leggið skál­ina til hliðar og leyfið blönd­unni að kólna.

  2. Takið stóra skál og blandið sam­an hveiti, sykri, mat­ar­sóda og salti. Aðskiljið eggj­ar­auðurn­ar og hvít­urn­ar. Takið aðra skál og blandið í hana eggj­ar­auðum og olíu. Bætið því svo sam­an við þur­refn­in og skellið rauðvíns-kakóblönd­unni út í. Hrærið vel og vand­lega þar til deigið er mjúkt og laust við kekki.

  3. Takið stóra skál og þeytið sam­an eggja­hvít­ur og vín­steins­lyfti­duft þar til eggja­hvít­urn­ar verða vel stíf­ar. Blandið því næst þeyttu eggja­hvít­un­um var­lega sam­an við deigið með sleikju þar til eng­ar hvít­ar rák­ir sjást leng­ur í deig­inu.

  4. Takið köku­form og smyrjið að inn­an með feiti. Hellið deig­inu í formið og bakið við 165 gráður í 55-60 mín­út­ur. Leyfið kök­unni að kólna vel í form­inu að bakstri lokn­um. Gott er að renna hníf meðfram brún­um móts­ins og hrista mótið svo gæti­lega til að losa um kök­una.

  5. Þá er að búa til rauðvíns­glassúr. Bræðið sam­an súkkulaði, smjör og salt yfir vatnsbaði (eða í ör­bylgju­ofni) og hrærið þar til það er vel blandað. Hrærið þá flór­syk­ur­inn sam­an við. Hitið rauðvínið í potti þar til það rétt sýður. Hrærið þá rauðvín­inu var­lega sam­an við súkkulaðiblönd­una. Leyfið glassúrn­um að standa í um 10 mín­út­ur til að stífna ör­lítið áður en hon­um er skellt yfir kök­una. Leyfið rauðvíns­glassúrn­um að renna ofan á kök­una og niður með hliðunum.

  6. Njótið með góðu glasi af rauðvíni og þeytt­um rjóma.
Hér er búið að gera afmæliskerti úr rauðvínstöppum. Algjörlega fullorðins!
Hér er búið að gera af­mæliskerti úr rauðvín­stöpp­um. Al­gjör­lega full­orðins! mbl.is/​Sprinkle Bakes
Þessi kaka er bara fyrir fullorðna, en af henni er …
Þessi kaka er bara fyr­ir full­orðna, en af henni er af­ger­andi rauðvíns­bragð, en rauðvín fer afar vel með súkkulaði svo úr verður fyr­ir­taks blanda. mbl.is/​Sprinkle Bakes
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert