Sveppasalat sem fullkomnar steikina

mbl.is/TM

Ég fór mína ár­lega sum­ar­blóma­ferð á Flúðir fyr­ir skemmstu en þangað keyr­um við mæðgur alltaf í sum­ar­blómainn­kaupaleiðang­ur. Að þessu sinni stoppuðum við í há­deg­is­verð á Flúðasveppa­veit­inga­hús­inu Far­mers Bistró. Ákaf­lega skemmti­leg­ur veit­ingastaður þar sem ný­upp­tekn­ir svepp­ir eru í aðal­hlut­verki.

Guðdóm­leg svepp­asúpa og gul­rótaís! Þar er einnig hægtað gera dúnd­ur­góð sveppa­kaup og kaupa 2 flokk á svepp­um á 600 kr. kg. Með bíl­inn full­an af sum­ar­blóm­um og svepp­um brunuðum við heim og ég skellti í þetta sér­lega sveppa­sal­at. Je dúddemía hvað svepp­irn­ir voru góðir enda ný­upp­tekn­ir. 

Sveppasalat sem fullkomnar steikina

Vista Prenta
<strong>Sveppa­sal­at sem full­komn­ar steik­ina</​strong> <em>Fyr­ir 4</​em><br/><​ul> <li>400 g svepp­ir </​li> <li>200 g Pak Choi, græn­kál eða spínat (ef nota skal Pak Choi er all­ur hluti káls­ins notaður)</​li> <li>100 g fersk­ur asp­ars</​li> <li>2 msk. smjör</​li> <li>1 hvít­lauksrif, marið</​li> <li>1/​3 tsk. salt </​li> <li>1/​4 tsk. pip­ar </​li> </​ul>

AÐFERÐ:

<br/>

Skerið græn­metið í grófa bita. Steikið svepp­ina og hvít­lauk­inn í 2 mín­út­ur upp úr smjöri. Hellið vatn­inu sem kem­ur af svepp­un­um af pönn­unni. Bætið við asp­as og spínati og síðari msk af smjör­inu. Létt­steikið við háan hita en gætið þess að asp­asinn sé enn stökk­ur. Saltið og piprið og berið fram.

mbl.is/​TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert