Veist þú muninn á tertu og köku?

Allar tertur eru kökur, en ekki allar kökur eru tertur.
Allar tertur eru kökur, en ekki allar kökur eru tertur. mbl.is/LindaLomelino

Það hafa ef­laust ein­hverj­ir klórað sér í koll­in­um yfir því hver mun­ur­inn er á tertu og köku. Til eru heilu spjallþræðirn­ir á ver­ald­ar­vefn­um sem taka þetta mál­efni fyr­ir, og er þar rætt fram og til­baka um efn­is­leg­an mun á þessu sæt­meti með ýms­um rök­stuðningi. Til að taka all­an vafa af mál­inu grip­um við í ís­lenska orðabók og flett­um upp bæði orðinu kaka og orðinu terta. Sam­kvæmt ís­lenskri orðabók er kaka: „(ókryddað) brauð, oft­ast flatt og kringl­ótt; kryddað og sykrað brauð af ým­issi gerð eða sæt­ur bakaður rétt­ur.“ Skil­grein­ing orðabók­ar­inn­ar á tertu er hins­veg­ar eft­ir­far­andi; „kaka sett sam­an úr tveim­ur eða fleiri lög­um með t.d. kremi, sultu eða rjóma á milli. Einnig stund­um kölluð lag­kaka.“

Það má því draga þá álykt­un að all­ar tert­ur séu kök­ur, en ekki all­ar kök­ur séu tert­ur. Kaka verður, sam­kvæmt þessu, að tertu þegar annað, þriðja eða fjórða lag bæt­ist ofan á neðsta botn­inn og ein­hverju gúmmúlaði er smurt á milli. Dæmi um köku væri þá gamla góða skúffukakan, þar sem er aðeins eitt lag af svamp­botni með glassúr ofan á. Nú eða þessi him­neska súkkulaðikaka með Bai­ley's-ganache:


Dæmi um tertu væri hins­veg­ar til dæm­is rjóma­terta eða mar­engsterta á borð við Pavlova-tertu, eða þessa Baby Ruth hnallþóra sem finna má upp­skrift að hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert