Helgarpizza með karamelluðum lauk

Ef einhverjum finnst snautlegt að borða pizzu með einungis lauk …
Ef einhverjum finnst snautlegt að borða pizzu með einungis lauk og klettasalati má steikja beikon og setja ofan á, það svínvirkar. mbl.is/minimalistbaker

Hér er pizza-upp­skrift fyr­ir þau sem eru kom­in með leið á þess­ari venju­legu með osti og skinku. Kara­melluður lauk­ur fer ofboðslega vel með geita­osti og bal­samic sírópið er al­veg til að toppa þessa blöndu. Það hafa ekki all­ir smekk fyr­ir geita­osti og má því vel skipta hon­um út fyr­ir feta­ost. Ef ein­hverj­um finnst snaut­legt að borða pizzu með ein­ung­is lauk og kletta­sal­ati má steikja bei­kon og setja ofan á, það svín­virk­ar í þessu til­viki.

Helgarpizza með karamelluðum lauk

Vista Prenta

Helgap­izza með kara­melluðum lauk og geita­osti

  • Heima­gert eða til­búið pizza­deig í eina pizzu (sjá má stór­góða upp­skrift af heima­löguðu pizzu­deigi hér að neðan)
  • 1 meðal­stór lauk­ur, skor­inn í sneiðar
  • salt og pip­ar
  • ólífu­olía eða smjör til steik­ing­ar
  • 85 gr. geita­ost­ur eða feta­ost­ur
  • 10 sneiðar af steiktu bei­koni
  • sletta af mjólk
  • bal­samic síróp
  • fersk­ur basil eða kletta­sal­at


Aðferð

  1. Hitið ofn­inn í 200 gráður.

  2. Svitið lauk­inn á pönnu í smjöri eða ólífu­olíu á miðlungs­hita. Kryddið með salt og pip­ar. Þegar lauk­ur­inn er orðinn mjúk­ur má taka pönn­una af hell­unni og setja lok yfir svo hann þorni ekki.

  3. Þegar ofn­inn er heit­ur má smyrja ólífu­olíu á út­flatt pizza­deigið, stinga deig­inu inn í ofn og for­baka í 5 mín­út­ur.

  4. Á meðan deigið for­bak­ast skal setja geita­ost­inn í skál og skvetta smá­veg­is af mjólk yfir hann, hræra hon­um svo sam­an við mjólk­ina svo hann þynn­ist út og auðvelt verði að smyrja hon­um á pizzuna.

  5. Ef á að bæta bei­koni á pizzuna má steikja um 10 sneiðar af góðu bei­koni á pönnu þar til það verður stökkt. Leyfið bei­kon­inu að kólna og brytjið það svo niður í 1-2 sentí­metra stóra ten­inga. 

  6. Taktu pizza­deigið úr ofn­in­um og smyrjið geita­ost­in­um yfir eins og þið mynduð venju­lega gera með pizzasósu. Dreifið lauk­in­um jafnt ofan á ost­inn og bei­konið þar ofan á. Setjið aft­ur inn í ofn og bakið í 10-15 mín­út­ur eða þar til brún­ir deigs­ins verða  stökk­ar.

  7. Skerið pizzuna niður og berið fram með bal­samic sírópi og fersk­um basil eða kletta­sal­ati.
Það hafa ekki allir smekk fyrir geitaosti og má því …
Það hafa ekki all­ir smekk fyr­ir geita­osti og má því vel skipta hon­um út fyr­ir feta­ost. mbl.is/​mini­mal­ist­ba­ker
Karamellaður laukur fer ofboðslega vel með geitaosti og balsamic sírópið …
Kara­mellaður lauk­ur fer ofboðslega vel með geita­osti og bal­samic sírópið er al­veg til að toppa þessa blöndu. mbl.is/​mini­mal­ist­ba­ker
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert