Það er nauðsynlegt að bjóða upp á veitingar yfir leikjum Íslands á HM og hér gefur að líta eina þá lekkerustu (og þjóðlegustu) útfærslu sem sést hefur í langa herrans tíð. Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem hannaði bakkann og það er lítið hægt að segja annað en vá! Það verða ábyggilega einhverjar svona bombur í boði á morgunn. Áfram Ísland!
Ostabakkinn sem sprengir alla skala
- Ég setti saman þennan skemmtilega ostabakka um daginn. Íslensku fánalitirnir eru ráðandi á bakkanum sem samanstendur af dásamlegum Óðalsostum. Á bakkanum eru eftirfarandi ostar (í teningum og ostapinnum): Búri, Tindur, Gouda sterkur, Havarti pipar, Havarti krydd.
- Á bakkanum er að auki að finna salami, eldstafi, jarðaber, bláber, kex og ostapinna (með kjötbollum í hoi sin, papriku eða bláberjum).
- Litlu fánarnir fást til dæmis í Tiger en ég hef heyrt þeir fáist víðar og eru skemmtilegir þegar Eurovision, HM eða annað skemmtilegt er í gangi!
- Ég setti nöfnin á ostunum á hverja krukku með litlum miða og fannst gestunum þetta æðislegur bakki og vildu ólmir prófa mismunandi osta.
- Það er alltaf gaman að gera „ostakúlu“ en þá sker ég melónu til helminga, tæmi innan úr henni og klæði með álpappír, útbý síðan fullt af ostapinnum og sting í hana.
- Gott er að hafa litla tannstöngla til hliðar í skál til að næla sér í ostateninga.
- Havartí krydd er í uppáhaldi á þessu heimili og reyndar líka nýji Havartí pipar en hann má nota í ýmsa matargerð.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir