Skerð þú ananas rétt? Svona skaltu bera þig að

Það er mis­jafnt hvað vefst fyr­ir mönn­um og kon­um í eld­hús­inu, og ein­föld­ustu hlut­ir geta virst ansi strembn­ir stund­um. Þar að auki kemst maður oft­ar en ekki að því, að maður kann bara alls ekki að gera eitt­hvað, sem maður hélt þó að maður væri með al­veg á hreinu. Gott dæmi um þetta er list­in að skera an­an­as. Flest­ir láta það duga að skera hart flusið burt og saxa ald­inið svo niður í bita, en það er víst ekki al­deil­is nóg. Það er aldrei of seint að til­einka sér góða tækni í eld­hús­inu og hafa meist­ar­arn­ir á Ser­i­ous Eats birt leiðbein­ing­ar um hvernig er best að skera an­an­as svo ald­in­kjötið nýt­ist sem best, og svo ávöxt­ur­inn verði sem fal­leg­ast­ur á diski. 

1. Skerið topp­inn af an­anasn­um

Það er best að skera topp­inn af neðar en þið haldið að þurfi, því efsta lagið er oft frek­ar seigt und­ir tönn. 

2. Skerið botn­inn af ávext­in­um af

Hér gild­ir sama regla og um topp­inn, skerið meira burtu en þið haldið að þurfi, neðsta lagið er líka seigt og hart. 

3. Skerið flusið frá 

Setjið an­anasinn upp á rönd og skerið flusið frá niður með hliðunum þar til allt er farið. Hérna skipt­ir mestu máli að reyna að skera sem þynnst lag burt til að ná sem mestu ald­in­kjöti. Takið ein­ung­is það sem þarf, svo að ekki sé eft­ir neitt dökk­grænt flus. Ekki hafa áhyggj­ur af depl­un­um sem eft­ir eru, við tækl­um þá á eft­ir. 

4. Reynið að sjá mynstur í depl­un­um

Þegar þið hafið skorið burt allt flus frá hliðunum þá ættuð þið að geta séð mynstur í depl­un­um sem eft­ir sitja í ávext­in­um, ef vel er að gáð. Þeir liggja í línu á ská niður með hliðum ávaxt­ar­ins. 

5. Skerið depl­ana burt

Skerið meðfram depl­un­um sem liggja í skálínu niður með an­anasn­um. Best er að beita hnífn­um á ská svo hann rétt renni und­ir depl­ana. Ekki skera of langt niður í ald­in­kjötið. 

Skerið svo aft­ur á móti fyrsta skurðinum, á ská niður með depl­un­um svo úr verði einskon­ar bát­ur og fjar­lægið.

6. Skerið burt alla depl­ana 

Vinnið ykk­ur hring­inn í kring um ávöxt­inn og skerið depl­ana burt í bát­um. Eft­ir sit­ur an­anasinn án depla. 


7. Skerið an­anasinn í tvennt

Næsta skref er að skera an­anasinn í tvo langs­um helm­inga. 

Og svo er þess­ir tveir helm­ing­ar skorn­ir aft­ur í tvennt svo eft­ir sitja 4 bit­ar af an­an­as. 

8. Fjar­lægið miðjuna

Svipað og topp­stykki ávaxt­ar­ins þá get­ur miðjan verið seig og vond svo best er að fjar­lægja hana. Setjið bit­ann upp á rönd og skerið langs­um niður með miðjunni og fjar­lægið kjarn­ann. Þið getið notað fing­urna og þreifað meðfram miðjunni og finnið hvar ald­in­kjötið byrj­ar að harðna í kringj­um miðjuna og skerið þar. 

9. Skerið ald­in­kjötið í bita

Skerið hvern fjórðung í munn­stóra bita. Hér er gott að skera þvers­um á ávöxt­inn svo að fal­lega skám­unstrið fái að njóta sín. 

10. Berið á borð

Raðið sneiðunum upp á disk. Fal­legt er að stilla topp­in­um með á disk­inn. Njótið í botn og í guðanna bæn­um farið var­lega með hníf­inn. 

Heim­ild: Ser­i­ous Eats

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert