Fullkomið meðlæti með grillmatnum

Grillað grænmeti sem engan svíkur.
Grillað grænmeti sem engan svíkur. mbl.is/Valli

Græn­meti er lang besta meðlæti sem hægt er að fá með grill­mat og við feng­um Sil­viu Car­val­ho til þess að setja sam­an fyr­ir okk­ur tvo afar ein­falda græn­met­is­rétti sem passa með öll­um mat.

Sil­vía brást ekki frek­ar en fyrri dag­inn og hér býður hún upp á sára­ein­falda en bragðgóða grillaða tóm­ata sem eru í upp­á­haldi hjá flest­um. Að auki er hún með grillað græn­meti sem er sér­lega skemmti­legt. Þar bland­ar hún sam­an grilluðu græn­meti og fersku og út­kom­an er al­veg hreint upp á tíu!

Sil­via út­skrifaðist sem kokk­ur á dög­un­um en hef­ur starfað við fagið í fjölda ára hér á landi. Það leik­ur flestallt í hönd­um henn­ar en við feng­um hana til þess að grilla fyr­ir okk­ur græn­meti og upp­leggið var að hafa það eins ein­falt og kost­ur er.

Grillað tómatasalat að hætti Silvíu.
Grillað tóm­ata­sal­at að hætti Silvíu. mbl.is/​Valli

Fullkomið meðlæti með grillmatnum

Vista Prenta
Grillað tóm­ata­sal­at
Fyr­ir 4
  • 3 buff tóm­at­ar
  • Extra virg­in-ólífu­olía
  • 1 hvít­lauk­ur
  • 1 msk. söxuð stein­selja
  • ferskt basil
  • sjáv­ar­salt
  • svart­ur pip­ar

Aðferð:

  1. Hitið grillið vel. Skerið tóm­at­ana í sneiðar og grillið þá í 2-3 mín­út­ur á hvorri hlið eða komn­ar eru fal­leg­ar lín­ur.
  2. Setjið á disk og kryddið með salti, pip­ar, stein­selju og basil og sullið ólífu­olíu yfir. Mjög ein­falt en ákaf­lega bragðgott.
Fullkomið meðlæti með grillmatnum
Full­komið meðlæti með grill­matn­um mbl.is/​Valli
Prenta
Grillað græn­meti
Fyr­ir 4
  • 3 paprik­ur í sitt­hvor­um litn­um
  • 1 kúr­bít­ur
  • 1 eggald­in
  • 2 rauðlauk­ar
  • 1 sítr­óna
  • 1 msk. saxað ferskt kórí­and­er
  • 1 msk. söxuð fersk minta
  • 1 vor­lauk­ur, saxaður
  • 1 rauður chili, skor­inn í þunn­ar sneiðar
  • 1 hvít­lauk­ur, saxaður
  • salt
  • pip­ar
  • Extra virg­in-ólífu­olía
Aðferð:
  1. Hitið grillið vel. Skerið kúr­bít­inn og eggald­in í sneiðar, lauk­inn í báta og sítr­ón­una í tvennt. Grillið græn­metið og leyfið húðinni á paprik­unni að brenna ör­lítið því þá er auðveld­ara að ná húðinni af).
  2. Ham­flettið og fræheinsið paprik­una þegar hún er til­bú­in. Setjið allt græn­metið í stóra skál, bætið við kórí­and­er, mintu, vor­lauk, chili, hvít­lauk og ólífu­olílu og kryddið með salti og pip­ar.
Silvía Carvalho er mikill meistarakokkur.
Sil­vía Car­val­ho er mik­ill meist­ara­kokk­ur. mbl.is/​Valli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert