Fáránlega auðveld fótboltakaka

mbl.is/pinterest

Til að tjá hversu vel við kunn­um að meta þetta fót­boltaæði, frammistöðu Íslands og strák­ana okk­ar þrus­um við að sjálf­sögðu í eina veg­lega fót­bolta­köku. Þessi kaka er furðu auðveld í und­ir­bún­ingi og er vís með að vekja mikla kátínu þegar setið er yfir leikn­um. Grunn­ur­inn er gamla góða ís­lenska skúffukakan, með grænu kremi, grænu kókós­mjöli til að líkja eft­ir grasi, og hvítu súkkulaði sem sprautað er á til að gera lín­ur vall­ar­ins. Þá er lítið annað að gera en bretta upp erm­arn­ar og hita ofn­inn í 175 gráður. Húh!

Fáránlega auðveld fótboltakaka

Vista Prenta

Fá­rán­lega auðveld fót­bol­takaka

Í skúffu­kök­una fer:

  • 150 gr. smjör
  • 2 egg
  • 3 dl syk­ur
  • 2 tsk. vanillu­syk­ur
  • 2 msk. kakó
  • 4 dl hveiti
  • 2 tsk. lyfti­duft
  • 1 1/​2 dl mjólk

Í kremið fer:

  • 230 gr. mjúkt smjör
  • 4 dl flór­syk­ur
  • 200 gr. hvítt súkkulaði
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar
  • grænn mat­ar­lit­ur

Í skrautið fer:

  • 200 gr. kó­kos­mjöl
  • grænn mat­ar­lit­ur
  • 100 gr. hvítt súkkulaði

Aðferð

  1. Hitið ofn­inn í 175°. Bræðið smjörið og látið það kólna aðeins.

  2. Hrærið egg og syk­ur sam­an þar til bland­an verður ljós og létt.

  3. Blandið þur­refn­un­um sam­an og hrærið sam­an við egg­in og syk­ur­inn. Bætið smjör­inu og mjólk­inni sam­an við og blandið öllu vel sam­an.

  4. Setjið deigið í smurt skúffu­köku­form og bakið í miðjum ofni í um 25 mín­út­ur. Þegar kak­an er til má leyfa henni að kólna vel áður en hún er skreytt.

  5. Þá ger­um við kremið. Blandið flór­sykri og smjöri vel sam­an. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið ör­lítið. Bætið því næst bráðna súkkulaðinu og vanillu­drop­um sam­an við flór­syk­ur­inn og smjörið og blandið var­lega en vel sam­an. Að lok­um má setja þó nokkra dropa af græn­um mat­ar­lit til að ná fram góðum grasgræn­um lit. Gott er að leyfa krem­inu að kólna í um það bil kortér áður en því er smurt á vel kælda kök­una.

  6. Takið stóra skál og hellið kó­kos­mjöl­inu í. Sprautið vel af græn­um mat­ar­lit og hrærið sam­an við. Best er að mylja kó­kos­mjölið vel sam­an við mat­ar­lit­inn með hönd­un­um, en við mæl­um með því að vera í einnota hönsk­um fyr­ir þá aðgerð. Dreifið svo græna kó­kos­mjöl­inu jafnt og vel yfir kökukremið ofan á skúffu­kök­unni.

  7. Að lok­um eru það smá­atriðin. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði. Þegar súkkulaðið er bráðnað má setja það í sprautu­poka og sprauta lín­ur og mark á kök­una. Ef þið eruð í svaka stuði má líma hlaup­bangsa á kök­una með hvítu súkkulaði, þeir líta út eins og litl­ir krútt­leg­ir leik­menn.

  8. Njótið í góðra vina hópi og áfram Ísland!
mbl.is/​pin­t­erest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert