HM-partíréttir Evu Laufeyjar: Buffalóvængir með gráðostasósu

Fyrirtaksveitingar fyrir næsta leik.
Fyrirtaksveitingar fyrir næsta leik. mbl.is/Eva Laufey

Ef það er eitt­hvað sem pass­ar eins og flís við rass þegar kem­ur að HM-meðlæti þá eru það buffalóvæng­ir með gráðostasósu. Sjálf Eva Lauf­ey er hjart­an­lega sam­mála okk­ur og seg­ir að það sé alltaf staður og stund fyr­ir góm­sæta og stökka kjúk­linga­vængi. 

Þessi upp­skrift er ein­mitt úr henn­ar smiðju en hún sagði jafn­framt að væng­irn­ir hefðu slegið í gegn og að gráðostasós­an væri æði.

Mat­ar­blogg Evu Lauf­eyj­ar má nálg­ast HÉR.

HM-par­tírétt­ir Evu Lauf­eyj­ar: Buffalóvæng­ir með gráðostasósu

Vista Prenta

Buffalóvæng­ir með gráðostasósu

  • 15 – 20 kjúk­linga­væng­ir
  • 3 msk. hveiti
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. pip­ar
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • 2 – 3 msk. Buffalo-sósa

Aðferð:

  1. Setjið kjúk­linga­vængi, hveiti og krydd í plast­poka og hristið dug­lega eða þannig að hveiti þeki kjúk­linga­væng­ina mjög vel.
  2. Setjið væng­ina á papp­írsklædda ofn­plötu og bakið í ofni við 180°C í 50 – 55 mín­út­ur. Snúið vængj­un­um nokkr­um sinn­um á meðan þeir eru í ofn­in­um.
  3. Eft­ir þann tíma setjið þá sósu yfir væng­ina og setjið aft­ur inn í 2 -3 mín­út­ur, eða þar til væng­irn­ir eru stökk­ir og ljúf­feng­ir. Berið þá fram með gráðostasósu og sell­e­rí.

 Gráðostasósa

  • 200 g sýrður rjómi 18%
  • 3 msk. maj­ónes
  • safi úr hálfri sítr­ónu
  • 100 g gráðost­ur
  • salt og nýmalaður pip­ar

Aðferð:

Setjið allt í skál og maukið með töfra­sprota eða setjið í mat­vinnslu­vél. Maukið þar til sós­an verður silkimjúk, kryddið til með salti og pip­ar.

Gráðostasósan góða.
Gráðostasós­an góða. mbl.is/​Eva Lauf­ey
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert