Steypujárn hefur fyrir löngu sannað sig sem algjört snilldarfyrirbæri sem hægt er að nota í nánast allt tengt matargerð. Hér er Svava Gunnars á Ljúfmeti með uppskrift að súkkulaðiköku sem hún bakar í steypujárnspönnu. Útkoman er alveg hreint frábær og kemur vel út. Við erum nokkuð viss um að þetta verður bakað á einhverjum heimilum í dag.
Heimasíðu Svövu má nálgast HÉR
Súkkulaðikaka í steypujárnspönnu
„Ég ætla því að gefa uppskrift að köku núna og það ætti enginn að verða svikinn af henni. Kakan er algjör súkkulaðidraumur! Ef þið eigið ekki steypujárnspönnu þá er hægt að nota eldfast mót eða venjulegt kökuform. Ég notaði pönnuna af því að ég hafði fyrir því að drösla henni heim frá Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum og hef lítið sem ekkert notað hana síðan þá (ég furða mig á útlitinu á henni því hún er svo lítið notuð). Það var því kominn tími til að draga hana fram. Berið kökuna fram heita með ís og jafnvel auka súkkulaðisósu. Súpergott!!“
Bræðið smjörið. Blandið þurrefnunum saman og hrærið þeim út í smjörið. Hrærið eggjunum saman við og hellið deiginu í steypujárnspönnu. Bakið við 175° í um 15 mínútur. Gerið súkkulaðikremið á meðan.
Súkkulaðikrem
Bræðið súkkulaði og rjóma saman í potti. Hellið blöndunni yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum. Látið standa í smá stund (þannig að mesti hitinn rjúki úr henni) en berið kökuna fram meðan hún er enn þá heit/volg.