Súkkulaðikaka í steypujárnspönnu

Mögulega yfirliðsvaldandi kaka hér á ferðinni.
Mögulega yfirliðsvaldandi kaka hér á ferðinni. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Steypu­járn hef­ur fyr­ir löngu sannað sig sem al­gjört snilld­ar­fyr­ir­bæri sem hægt er að nota í nán­ast allt tengt mat­ar­gerð. Hér er Svava Gunn­ars á Ljúf­meti með upp­skrift að súkkulaðiköku sem hún bak­ar í steypu­járn­spönnu. Útkom­an er al­veg hreint frá­bær og kem­ur vel út. Við erum nokkuð viss um að þetta verður bakað á ein­hverj­um heim­il­um í dag. 

Heimasíðu Svövu má nálg­ast HÉR

Súkkulaðikremið komið á. Svava notaði súkkulaði með salthnetum sem er …
Súkkulaðikremið komið á. Svava notaði súkkulaði með salt­hnet­um sem er frem­ur snjallt. mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir

Súkkulaðikaka í steypujárnspönnu

Vista Prenta

Súkkulaðikaka í steypu­járn­spönnu

„Ég ætla því að gefa upp­skrift að köku núna og það ætti eng­inn að verða svik­inn af henni. Kak­an er al­gjör súkkulaðidraum­ur! Ef þið eigið ekki steypu­járn­spönnu þá er hægt að nota eld­fast mót eða venju­legt köku­form. Ég notaði pönn­una af því að ég hafði fyr­ir því að drösla henni heim frá Banda­ríkj­un­um fyr­ir nokkr­um árum og hef lítið sem ekk­ert notað hana síðan þá (ég furða mig á út­lit­inu á henni því hún er svo lítið notuð). Það var því kom­inn tími til að draga hana fram. Berið kök­una fram heita með ís og jafn­vel auka súkkulaðisósu. Súpergott!!“

  • 100 g smjör
  • 1 dl hveiti
  • 3 dl syk­ur
  • 3 msk. kakó
  • 2 tsk. vanillu­syk­ur
  • 1/​2 tsk. salt
  • 3 egg

Bræðið smjörið. Blandið þur­refn­un­um sam­an og hrærið þeim út í smjörið. Hrærið eggj­un­um sam­an við og hellið deig­inu í steypu­járn­spönnu. Bakið við 175° í um 15 mín­út­ur. Gerið súkkulaðikremið á meðan.

Súkkulaðikrem

  • 200 g mjólk­ur- eða rjómasúkkulaði, gjarn­an með hnet­um í (ég var með mjólk­ursúkkulaði með salt­hnet­um í)
  • 1 dl rjómi

Bræðið súkkulaði og rjóma sam­an í potti. Hellið blönd­unni yfir kök­una þegar hún kem­ur úr ofn­in­um. Látið standa í smá stund (þannig að mesti hit­inn rjúki úr henni) en berið kök­una fram meðan hún er enn þá heit/​volg.

Einstaklega girnileg og vel heppnuð kaka.
Ein­stak­lega girni­leg og vel heppnuð kaka. mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert