Grillað lamb með gremolata og kartöflusalati sem leynir á sér

Hafliði Halldórsson. Grillmatur. Grillað lamba-innanlæri með grilluðu brokkolí.
Hafliði Halldórsson. Grillmatur. Grillað lamba-innanlæri með grilluðu brokkolí. mbl/Arnþór Birkisson

Lambið er sí­vin­sælt á grillið og skyldi eng­an undra. Hér gef­ur að líta grillað lamb með snilld­armeðlæti en það er kart­öflu­sal­at sem leyn­ir veru­lega á sér og gre­molata. 

Það er meist­ari Hafliði Hall­dórs­son sem á heiður­inn að upp­skrift­inni og eins og við er að bú­ast er þetta al­gjör negla. 

Grillað lamb með gremolata og kartöflusalati sem leynir á sér

Vista Prenta

Grillað lamb með gre­molata og kart­öflu­sal­ati

  • 1 pk. lamba-innra læri u.þ.b. 300 gr.
  • 3 msk. repju­olía
  • ½ brok­koli haus, skor­inn gróft

Aðferð:

  1. Brúnið kjötið á heitu grilli í tvær mín­út­ur á hvorri hlið og setjið á efri hillu á grill­inu, lækkið í meðal­hita og lokið grill­inu.
  2. Eldið í u.þ.b. 20 mín. þar til það nær 58 °C í kjarn­hita. Mæli með notk­un á kjarn­hita­mæli!
  3. Takið af grill­inu og hvílið við stofu­hita í 10 mín.
  4. Berið ríf­legt magn af gre­molata á kjötið áður en það er borið fram.
  5. Grillið brok­koli og berið fram ásamt ferskri tóm­atasósu.

Kart­öflu­sal­at

  • 400 gr. soðið kart­öflu­smælki
  • 100 gr. græn­ar ólíf­ur
  • 2 msk. kapers
  • 1 msk. dijon
  • 1 msk. hun­ang
  • 4 msk. ólífu­olía
  • 2 msk. ít­ölsk stein­selja
  • klípa af salti

Gre­molata

  • 1 búnt ít­ölsk stein­selja
  • 1 geiri hvít­lauk­ur
  • Sítr­ónu­börk­ur af 2 sítr­ón­um

Saxið stein­selj­una gróft, rífið hvít­lauk og sítr­ónu­börk á fínu rif­járni og blandið sam­an.

Tóm­atasósa

  • 1 msk. olía
  • ½ lauk­ur skor­inn í ten­inga
  • 1 hvít­lauksrif, smátt skorið
  • 2 pakk­ar fersk­ir kon­fekt­tóm­at­ar
  • 1 stk. hun­ang
  • svart­ur grófmul­inn pip­ar
  • salt

Svitið lauk og hvít­lauk á hæg­um hita í 2 mín., bætið tómöt­un­um við og látið sjóða í 10 mín., bætið við hun­angi og smakkið til með svört­um pip­ar og salti. Maukið í mat­vinnslu­vél.

Hafliði Halldórsson er afburðagrillari og kann vel á lambið.
Hafliði Hall­dórs­son er af­burðagrill­ari og kann vel á lambið. mbl/​Arnþór Birk­is­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert