Nachos með kóresku nautakjöti

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Hér gef­ur að líta virki­lega skemmti­leg­an rétt sem á eft­ir að slá í gegn. Hann er sér­lega heppi­leg­ur sem snarl fyr­ir skemmti­leg­an fót­bolta­leik svo dæmi séu tek­in.

Það er Berg­lind Guðmunds­dótt­ir á Gul­ur, rauður, grænn og salt sem á heiður­inn að þess­um rétti. Berg­lind klikk­ar ekki frek­ar en fyrri dag­inn. Frá­bær rétt­ur sem er full­kom­inn fyr­ir fót­bolta­leik­inn. 

Nachos með kóresku nautakjöti

Vista Prenta

Nachos með kór­esku nauta­kjöti

fyr­ir 4-6

  • 600 g nauta­kjöt, t.d. ri­beye eða sir­loin
  • 1 pera
  • 1 lauk­ur, saxaður smátt
  • 4 hvít­lauksrif, pressuð
  • 1 msk. ferskt engi­fer, rifið
  • 120 ml soyasósa, t.d. frá Blue dragon
  • 2 msk. púður­syk­ur
  • 1 msk. epla­e­dik
  • 2 tsk. ses­am­fræ
  • svart­ur pip­ar
  • nachos
  • ostasósa, keypt eða heima­gerð
  • 50 g chedd­ar-ost­ur
  • 120 ml 18% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
  • 2 msk. safi úr lime
  • 30 g ses­am­fræ, ristuð
  • 1/​2 búnt ferskt kórí­and­er, saxað
  • 3 vor­lauk­ar (hvíti og ljós­græni hlut­inn), skor­inn í sneiðar
  • 1 rautt chili, skorið í sneiðar

Aðferð:

  1. Skerið nauta­kjötið i bita.
  2. Blandið nauta­kjöti, peru, lauk, hvít­lauk, engi­fer, soyasósu, púður­sykri, ed­iki, ses­a­mol­íu og svört­um pip­ar sam­an í poka með renni­lás. Setjið í kæli og geymið í að minnsta kosti 1 klukku­stund eða yfir nótt.
  3. Hitið olíu á pönnu og takið mar­in­erað nauta­kjötið úr pok­an­um og brúnið á pönn­unni í um það bil 4 mín­út­ur. Bætið olíu á pönn­una eft­ir þörf­um. Takið af pönn­unni og leyfið að kólna. Þerrið af auka­ol­íu.
  4. Raðið nachos í form og raðið nachos, nauta­kjöti, ostasósu og rifn­um osti í nokkr­um lög­um eða þar til að hrá­efnið er búið. Setjið í 175°C heit­an ofn í 5-10 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er bráðinn.
mbl.is/​Berg­lind Guðmunds­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert