Einhyrningakokteill í gæsapartýið

Þessi drykkur er brjálæðislega litfagur, skemmtilegur og að við tölum …
Þessi drykkur er brjálæðislega litfagur, skemmtilegur og að við tölum nú ekki um einfaldur, en það er alltaf plús. mbl.is/midgetmomma

Ef að þetta er ekki eitt­hvað í gæsapartýið, þá vit­um við ekki hvað. Ekk­ert lát ætl­ar að verða á vin­sæld­um ein­hyrn­inga, sama í hvaða formi það er, mat­ur, drykk­ur, vegg­fóður, nefnið það. Þessi drykk­ur er brjálæðis­lega lit­fag­ur, skemmti­leg­ur og að við töl­um nú ekki um ein­fald­ur, en það er alltaf plús. Ef um er að ræða barna­af­mæli má halda sig við upp­skrift­ina að neðan. Ef er verið að plana tjúllað gæsapartý má setja skvettu af vod­ka eða gini til viðbót­ar, ef gæs­in er í stuði.

Einhyrningakokteill í gæsapartýið

Vista Prenta

Ein­hyrn­inga­kokteill í gæsapartýið

  • 3 boll­ar vatn
  • mat­ar­lit­ur í bleiku, bláu og fjólu­bláu
  • 2 msk. síróp
  • 2 lítr­ar lím­onaði, til dæm­is Fresca, Sprite eða 7Up
  • köku­skraut

Aðferð

  1. Skiptið vatn­inu upp í þrjá hluta, einn bolli hver. Setjið vatnið í skál­ar og litið það með mat­ar­litn­um svo ein skál verði með bleiku vatni, ein með bláu og ein með fjólu­bláu.

  2. Hellið því næst vatn­inu í ís­mola­form. Leyfið því að frjó­sa yfir nótt.

  3. Hellið síróp­inu á disk. Stráið köku­skrauti á ann­an disk. Dýfið brún­inni á glös­un­um fyrst í sírópið og svo í köku­skrautið svo að skrautið sitji fast á glas­brún­inni.

  4. Setjið ís­mola í glasið, bleik­an, blá­an, og fjólu­blá­an í hvert glas.

  5. Hellið lím­onaði í glös­in og skreytið með sítr­ónusneið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert