Grillaðar svínalundir fylltar með fetaosti, döðlum og beikoni

Tilbúnar og sjúklega girnilegar.
Tilbúnar og sjúklega girnilegar. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Það er komið að því að plana helgarmat­inn og það er harðbannað að leggj­ast í al­menna ve­sæld yfir veðrinu held­ur gera sér glaðan dag með dá­sam­leg­um mat. 

Hér gef­ur að líta upp­skrift sem ég veit að þið eigið eft­ir að elska. Við erum að tala um svína­lund­ir fyllt­ar með allskon­ar gúmmilaði á borð við feta­ost og döðlur. Með þessu er svo pip­arostasósa og við þurf­um ekk­ert að ræða það neitt frek­ar. 

Það er Berg­lind Guðmunds á Gul­ur, rauður, grænn og salt sem á heiður­inn að upp­skrift­inni.

Grillaðar svínalundir fylltar með fetaosti, döðlum og beikoni

Vista Prenta

Grillaðar svína­lund­ir
Fyr­ir 4

  • 2 svína­lund­ir
  • 1 krukka Feti í ólíf­um og kryddol­íu, frá Mjólka
  • 2 hvít­lauksrif, pressuð
  • 1 krukka rautt pestó
  • 50 g stein­laus­ar döðlur, saxaðar
  • hand­fylli stein­selja, söxuð
  • salt og pip­ar
  • annað t.d. bei­kon eða parma­skinka

Pip­arostasósa

  • 1 stk pip­arost
  • 250 ml rjómi

Aðferð:

  1. Skerið svína­lund­ina þvert í miðju.
    Blandið sam­an feta­osti, hvít­lauki, pestó, döðlum og saxaðri stein­selju og setjið í lund­irn­ar. Saltið og piprið og lokið með tann­stöngl­um.
    Brúnið lund­irn­ar á pönnu.
    Ef hug­ur­inn girn­ist má vefja lund­ina með bei­koni eða parma­skinku. Gott er að nota tann­stöngla eða álíka til að fyll­ing­in detti ekki úr.
    Setjið í 180°c heit­an ofn í um það bil 20 mín­út­ur eða grillið á útigrilli.
    Leyfið lund­un­um að standa í 5-10 mín­út­ur áður en þær eru skorn­ar í sneiðar
    Gerið sós­una og setjið hrá­efn­in í pott og bræðið við væg­an hita.
Lundirnar komnar á grillið.
Lund­irn­ar komn­ar á grillið. mbl.is/​Berg­lind Guðmunds­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert