Ofureinfalt melónusalat

Sætkrydduð hunangs-engifer dressingin fer afar vel með melónu og klettasalati, …
Sætkrydduð hunangs-engifer dressingin fer afar vel með melónu og klettasalati, og brómberjunum má skipta út fyrir bláber. mbl.is/KwestiaSmaku

Það er gott að eiga eina góða upp­skrift af mel­ónu­sal­ati í fartesk­inu, svona ef sól­in skyldi nú loks­ins láta sjá sig. Okk­ur dreym­ir auðvitað öll um sæta sum­ar­daga svo hægt væri að reka nefið út á sólpall og mögu­lega kveikja upp í grill­inu. En við skul­um ekki storka ör­lög­un­um með svona vanga­velt­um. Hér er alla­vega upp­skrift að ljúf­fengu sum­ar sal­ati, svona til von­ar og vara, við sjá­um svo hvað verður með blessað veðrið. Sæt­krydduð hun­angs-engi­fer dress­ing­in fer afar vel með mel­ónu og kletta­sal­ati, og bróm­berj­un­um má skipta út fyr­ir blá­ber ef svo­leiðis ligg­ur á fólki.

Ofureinfalt melónusalat

Vista Prenta

Of­ur­ein­falt mel­ónu­sal­at

  • 1/​3 hun­angs­mel­óna
  • 1 bolli bróm­ber
  • 1 poki kletta­sal­at
  • 80 gr. feta­ost­ur
  • 1 msk. ólífu­olía

Hun­angs-engi­fer dress­ing:

  • 2 msk. hun­ang
  • 2 msk. rif­inn engi­fer
  • klípa af salti og svart­ur pip­ar
  • 1 msk. lime safi


Aðferð

  1. Byrj­um á því að búa til hun­angs-engi­fer dress­ingu. Setjið tvær mat­skeiðar af góðu hun­angi í skál, rífið um það bil tvær mat­skeiðar af engi­fer út í. Notið held­ur fín­gert rif­járn með litl­um göt­um. Kreistið að lok­um safa úr einni límónu og bætið mat­skeið af saf­an­um saman­við. Loks má strá klípu af salti yfir dress­ing­una og ný­möluðum svört­um pip­ar eft­ir smekk.

  2. Flysjið mel­ón­una og skerið hana í ten­inga. Setjið því næst mel­ónu­bit­ana út í dress­ing­una og veltið þeim vel upp úr leg­in­um. Takið gott fat, stór­an disk eða skál og stráið góðu lagi af kletta­sal­ati. Kryddið yfir með salti og pip­ar. Stráið því næst einni mat­skeið af góðri ólífu­olíu yfir sal­atið.

  3. Setjið mel­ón­urn­ar í hun­angs-engi­fer dress­ing­unni yfir kletta­sal­atið. Brytjið feta­ost­inn niður, stráið yfir mel­ón­una og dreifið nýþvegn­um bróm­berj­um þar yfir.

  4. Njótið á góðum sum­ar­degi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert