Maturinn sem allir í fjölskyldunni elska

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Þessi réttur er ákaflega einfaldur en þess eðlis að allir í fjölskyldunni ættu að kolfalla fyrir honum. Það er að minnsta kosti það sem Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit segir og sjaldan segir sá snillingur ósatt.

Uppskriftin er afar bragðgóð og að sögn Svövu afar fjölskylduvæn og fljótleg.

Kartöflugratín með nautahakki

  • 500 g nautahakk
  • 1 msk. smjör
  • 1 laukur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 msk. tómatpuré
  • 1 dós hakkaðir tómatar (400 g)
  • 1 msk. kálfakraftur
  • salt og pipar
  • oregano, þurrkað
  • 10 kartöflur
  • 2 dl rjómi
  • 2 dl rifinn ostur
Aðferð:
  1. Steikið nautahakkið í smjöri. Afhýðið og hakkið laukinn og steikið hann með nautahakkinu í nokkrar mínútur. Pressið hvítlauk saman við og hrærið tómatpuré saman við.
  2. Bætið hökkuðum tómötum og kálfakrafti á pönnuna og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Smakkið til með salti, pipar og oregano.
  3. Afhýðið kartöflurnar og skerið í strimla eða skífur. Setjið helminginn af kartöflunum í smurt eldfast mót. Setjið nautahakkið yfir og leggið seinni helminginn af kartöflunum yfir. Hellið rjóma yfir og kryddið með salti og pipar. Setjið álpappír yfir og setjið í 200° heitan ofn í 25 mínútur. Takið þá álpappírinn af, stráið rifnum osti yfir og setjið aftur í ofninn í 20 mínútur.
mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert