Morgunverður á mettíma

mbl.is/Linda Ben

Þessi morg­un­verður er reynd­ar viðeig­andi í flest mál. Snilld­in er að það tek­ur inn­an við mín­útu að búa hann til og það sem færri vita þá er hann syk­ur­laus. 

Hér er not­ast við blá­berja­skyr frá Örnu sem er með stevíu í stað syk­urs. Síðan eru frosn­ir ávext­ir og ber sett sam­an við í bland­ara og vatn. Það er Linda Ben sem á heiður­inn að þess­um smoot­hie.

Við mæl­um að sjálf­sögðu með morg­un­verði eða milli­máli sem þessu – ekki síst fyr­ir börn­in sem hafa gott af því að fá minni syk­ur og meira prótein!

Morgunverður á mettíma

Vista Prenta

Stevía skyr-smoot­hie með berj­um:

  • 1 dós syk­ur­laust blá­berja­skyr frá Örnu
  • 1 dl frosið mangó
  • 1 dl fros­in jarðaber
  • 1 dl fros­in blá­ber
  • 2 dl vatn

Aðferð:

  1. Setjið öll inni­halds­efni sam­an í bland­ara og blandið þangað til silkimjúkt krap mynd­ast.
  2. Hellið drykkn­um í skál eða glas og skreyttið með berj­um og myntu.
  3. Ég set stevía blá­berja­skyr frá Örnu í þenn­an smoot­hie til þess að auka prótein­inni­haldið, en það sem er sér­stak­lega gott við þetta skyr er að það inni­held­ur ekki syk­ur eins og svo mörg önn­ur skyr á markaðinum, held­ur stevíu. Það er því sætt og gott á bragðið en ekki óhollt.
Hægt er að stjórna þykkt þeytingsins með því að setja …
Hægt er að stjórna þykkt þeyt­ings­ins með því að setja minna vatn eða meira. mbl.is/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert