Víetnamskar vorrúllur sem þú verður að prófa

Sérdeilis frábær réttur hjá Hönnu Þóru.
Sérdeilis frábær réttur hjá Hönnu Þóru. mbl.is/Hanna Þóra

Ef þig þyrst­ir í eitt­hvað spenn­andi þá er þetta al­gjör­lega málið. Hér gef­ur að líta upp­skrift frá Hönnu Þóru sem er al­gjör­lega geggjuð enda beint frá Víet­nam þar sem Hanna kynnt­ist henni fyrst. Til að toppa her­leg­heit­in er hér af­skap­lega vandað skýr­ing­ar­mynd­band þannig að ef þið haldið að þetta sé aðeins of flókið þá hvetj­um við ykk­ur til að horfa á mynd­bandið og sann­fær­ast. 

Al­gjör meist­arasnilld!

Mat­ar­bloggið henn­ar Hönnu Þóru má nálg­ast HÉR.

Víetnamskar vorrúllur sem þú verður að prófa

Vista Prenta

Víet­namsk­ar vor­rúll­ur sem þú verður að prófa

Þessi upp­skrift kem­ur alla leið frá Víet­nam en drög að henni fékk ég á mat­reiðslu­nám­skeiði sem ég var á þar. Það kem­ur skemmti­lega á óvart hvað það er í raun auðvelt að búa til sín­ar eig­in vor­rúll­ur – það má segja að mest­ur tím­inn fari í að skera hrá­efnið niður. Hver og einn get­ur gert sína út­færslu eft­ir þvi hvað er í upp­á­haldi. Auðvelt að vera ein­göngu með græn­meti og sleppa kjöt­inu en auka þá um leið græn­met­is­magnið. Einnig má hafa rækj­ur í stað svína­kjöts. Í Víet­nam var yf­ir­leitt boðið upp á sósu sem á að dýfa vor­rúll­un­um í en á víet­nömsk­um veit­ingastað í Stokk­hólmi eru auk þess alltaf sal­at­blöð, fersk mynta og ferskt kórí­and­er haft með til að vefja utan um vor­rúll­una – það er ein­fald­lega svo gott og frísk­andi.

For­vinna

Mesta vinn­an er að und­ir­búa fyll­ing­una – skera allt niður.  Hægt er að full­vinna vor­rúll­urn­ar fyrr um dag­inn en það er best að djúp­steikja þær sama dag og þær eru sett­ar sam­an. Einnig er hægt að for­steikja vor­rúll­urn­ar og djúp­steikja þær svo aft­ur í nokkr­ar mín­út­ur áður en þær eru born­ar fram (sjá mynd­band). Ég hef full­unnið vor­rúll­urn­ar, geymt þær í kæli yfir nótt og svo hitað þær í ofni – þær eru góðar þannig en best­ar ný­steikt­ar.

HRÁEFNI

  • 600 g svína­hakk (eða rækj­ur).  Einnig má nota svína­kjöt og skera það niður í mjög litla bita
  • 30 – 40 g víet­namsk­ir svepp­ir (kallað kattareyru í Víet­nam – kaupi þá í víet­nömsku búðinni á Suður­lands­braut – Black Fung­us)
  • 150 g hnúðkál –  flysjað og skorið í þunn­ar ræm­ur
  • 40 – 50 g núðlur (notaðar eru sér­stak­ar hrís­grjónanúðlur sem ég kaupi í víet­nömsku búðinni – pine Brand Bean Vermicelli) – skorn­ar í bita – u.þ.b. 5 cm
  • ½ gul­ur lauk­ur – skor­inn mjög smátt
  • 1 gul­rót (u.þ.b. 80 – 90 g) – skor­in í þunn­ar ræm­ur
  • 1 egg
  • Pip­ar
  • Salt
  • Hrís­grjóna­kök­ur – (fást í víet­nömsku búðinni. Passa að kaupa kök­ur sem eru til að djúp­steikja)

Meðlæti

  • Víet­nömsk sósa (al­veg nauðsyn­leg). Ég kaupi hana í víet­nömsku búðinni en einnig er hægt að búa til sína eig­in (uppistaðan er hrís­grjóna­e­dik, syk­ur, vatn, fiskisósa, saxað chili og saxaður hvít­lauk­ur)
  • Íssal­at
  • Ferskt kórí­and­er
  • Fersk mynta 

VERKLÝSING

Vor­rúll­ur – und­ir­bún­ing­ur og sam­setn­ing

  1. Svepp­ir lagðir í bleyti í a.m.k. 80°C heitt vatn í 12 – 20 mín­út­ur – skolaðir í köldu vatni áður en þeir eru skorn­ir í þunn­ar sneiðar
  2. Núðlur sett­ar í heitt vatn í 10 mín­út­ur – sigtaðar og vatnið látið renna af
  3. Allt skorið niður í rétt­ar stærðir.
  4. Sett í stóra skál og hrært sam­an – látið bland­ast vel og er þá fyll­ing­in til­bú­in
  5. Vatn hitað í potti (nógu stór­um/​víðum til að geta dýpt hrís­grjóna­kök­un­um ofan í). Þar sem hrís­grjónakak­an er stökk þarf að snögg­dýfa henni í heitt vatn – leggja hana á borð og setja fyll­ing­una á (frek­ar neðan­lega) og rúlla upp – betra að setja ekki of mikið í hverja rúllu 

Steik­ing

  1. Olía er hituð í víðum potti (mér þykir betra að nota venju­leg­an pott fek­ar en djúp­steik­ingarpott – þá kom­ast fleiri vor­rúll­ur fyr­ir)
  2. Þegar olí­an er orðin heit – ath. hún má samt ekki vera of heit þar sem þá eru meiri lík­ur á að vor­rúll­urn­ar brenni áður en fyll­ing­in er steikt í gegn (sjá ábend­ing­ar fyr­ir neðan)
  3. Það tek­ur u.þ.b. 5 – 10 mín­út­ur að steikja hverja vor­rúllu.  Stund­um höf­um við for­steikt  þær í 5 mín­út­ur og steikt þær síðan aft­ur stuttu áður en þær eru born­ar fram.  Gott að leggja rúll­urn­ar beint á eld­húspapp­ír þegar þær koma úr pott­in­um og láta renna af þeim

Fram­reiðsla og meðlæti

  1. Vor­rúll­urn­ar eru born­ar fram með sal­ati, fersku kórí­and­er og ferskri myntu. Nokk­ur blöð af myntu og kórí­and­er eru sett inn í sal­at­blaðið og vafið utan um vor­rúl­una. Því er svo dýft ofan í víet­nömsku sós­una og bitið í. Fyr­ir þá sem eru síður fyr­ir grænt geta að sjálf­sögðu sleppt því en ég mæli með að prófa eina með sal­ati.

At­huga:

Djúp­steik­ing 
  • Það kom fram á mat­reiðslu­nám­skeiðinu að olí­an er bara notuð tvisvar. Í seinna skiptið verða vor­rúll­urn­ar dekkri þar sem olí­an er orðin óhreinni
  • Notaðir voru víðir pott­ar (ekki djúp­steik­ingarpott­ar) og það þarf alls ekki að fylla pott­inn held­ur bara þannig að vor­rúll­urn­ar fljóti í ol­í­unni
  • Notaður er tann­stöng­ull til að at­huga hit­ann á ol­í­unni – ef olí­an kraum­ar í kring­um stöng­ull­inn á hún að vera orðin nógu heit
  • Var­ast að hafa ol­í­una of heita. Þá get­ur ysta lagið brunnið áður en fyll­ing­in er steikt í gegn.  Þegar við djúp­steikj­um höf­um við þurft að hafa hit­ann á hæsta en það get­ur verið mis­mun­andi eft­ir elda­vél­um
  • Geymsla
    • Ósteikt­ar sam­an­sett­ar vor­rúll­ur er hægt að geyma í kæli en það þarf að steikja þær sam­dæg­urs. Hægt að for­steikja rúll­urn­ar og láta svo ein­hvern tíma líða áður en þær eru steikt­ar aft­ur. Best að seinni steik­ing sé sam­dæg­urs
    • Full­steikt­ar vor­rúll­ur geym­ast ágæt­lega í kæli. Ef af­gang­ur verður höf­um við sett rúll­urn­ar í ofn­inn og kem­ur það mjög vel út.
    • Við tæki­færi ætla ég að prófa að frysta full­steikt­ar vor­rúll­ur og þá er bara að henda þeim í ofn­inn – 180°C
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert