Djúpsteiktir laukhringir í bjórdeigi

Geggjaðir laukhringir sem líta sérlega vel út.
Geggjaðir laukhringir sem líta sérlega vel út. mbl/Arnþór Birkisson
Bragg­inn bar & bistró opnaði á dög­un­um í Naut­hóls­vík­inni en marg­ir hafa beðið spennt­ir eft­ir opn­un hans. Mat­ur­inn er létt­ur og skemmti­leg­ur og hér gef­ur að líta upp­skrift að dá­semd­ar lauk­hringj­um sem bragðast sér­lega vel. 

Djúpsteiktir laukhringir í bjórdeigi

Vista Prenta
Djúp­steikt­ir lauk­hring­ir í bjórdeigi
  • 1 lítri repju­olía eða jarðhnetu­olía
  • 250 ml sýrður rjómi
  • 190 ml maj­o­nes
  • 3 msk. sólþurrkaðir tóm­at­ar
  • 35 g grillaðar rauðar paprik­ur
  • 1 msk. límónusafi
  • 1½ tsk. nýmalaður svart­ur pip­ar
  • 2 tsk. salt
  • 45 ml hvít­vín
  • 1 msk. fínskor­inn hvít­lauk­ur
  • 2 gul­ir lauk­ar
  • 500 ml súr­mjólk
  • 280 g hveiti
  • 1 tsk. hvít­lauks­duft
  • 350 ml bjór
  • 2 msk. rif­inn par­mesanost­ur

Aðferð: 

  1. Hitið ol­í­una í djúp­steik­ingarpotti eða pott­járn­spotti í 180 °C.
  2. Blandið sam­an í mat­vinnslu­vél sýrðum rjóma, maj­o­nesi, tómöt­um, paprik­um, límónusafa, ½ tsk pip­ar, 1 tsk. salt, hvít­vín­inu og fínskorna hvít­laukn­um.
  3. Skerið lauk­inn í 1 cm þykk­ar sneiðar, fjar­lægið hýðið og skiptið niður í hringi. Látið liggja í súr­mjólk í eina klukku­stund.
  4. Blandið sam­an 140 g af hveiti, af­gang­in­um af salt­inu og pip­arn­um og hvít­laukn­um og blandið vel sam­an. Blandið vel sam­an í meðal­stórri skál bjórn­um og af­gang­in­um af hveit­inu.
  5. Fjar­lægið lauk­hring­ina úr súr­mjólk­inni og hristið auka­vökva af. Dýfið í hveiti og hristið auka­hveiti af. Dýfið næst ofan í bjórdeigið. Setjið lauk­hring­ina ofan í ol­í­una en passið að hafa þá ekki of marga í einu svo þeir fest­ist ekki sam­an. Þegar þeir eru orðnir gulln­ir á lit eru þeir fjar­lægðir úr ol­í­unni og þurrkaðir á eld­húsrúllu­blaði.
  6. Borið fram með jalapeno-maj­o­nesi.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert