Nektarínur í baðkerinu

Uppáhaldsávöxtur Nönnu er nektarína sem er svo safarík að maður …
Uppáhaldsávöxtur Nönnu er nektarína sem er svo safarík að maður þyrfti helst að borða hana í baðkerinu. mbl.is/Gassi

Nönnu Rögn­vald­ar­dótt­ur þarf ekki að kynna fyr­ir nein­um, enda fyr­ir löngu þekkt sem mat­móðir okk­ar Íslend­inga. Það er fátt sem Nanna legg­ur ekki í við elda­mennsku, enda með af­brigðum sniðug og úrræðagóð og þar að auki með víðtæka þekk­ingu á mat­ar­gerð og mat­ar­menn­ingu. Nanna vinn­ur sem rit­stjóri hjá For­laginu og er mat­reiðslu­bóka­höf­und­ur í frí­stund­um, en það eru ófá eld­hús á Íslandi þar sem ekki kúr­ir bók eft­ir Nönnu í hillu nú eða opin við elda­vél­ina, og blaðsíðurn­ar blett­ótt­ar af notk­un. Við feng­um Nönnu í nokkr­ar lauflétt­ar spurn­ing­ar.

Kaffi eða te: Kaffi og mikið af því. En það kem­ur fyr­ir að ég fer inn í te­tíma­bil, það er reynd­ar langt síðan síðast.

Hvað borðaðir þú síðast? Sal­at með gæsa­bringu, löngu með krömd­um kart­öfl­um, hollandaise-sósu og ís með rabarbara á Seli í Gríms­nesi.

Hin full­komna máltíð: Ég held að hvaða máltíð sem er geti nálg­ast full­komn­un í rétt­um fé­lags­skap. En ef ein­ung­is er litið á mat­inn – ætli ég hafi ekki kom­ist næst full­komn­un í fyrra­sum­ar á Stei­ereck í Vín­ar­borg. Þar borðaði ég frá­bæra sjö rétta máltíð (raun­ar voru rétt­irn­ir miklu fleiri) þar sem hver ein­asti rétt­ur kom á ein­hvern hátt á óvart. Það sem mér fannst þó best af öllu var þjón­ust­an, sem var al­gjör­lega galla­laus, fáguð en samt frjáls­leg. Ég met veit­inga­hús oft dá­lítið eft­ir því hvernig þau taka á móti miðaldra konu sem er ein á ferð og þarna hefði ég gefið ein­kunn­ina 12 af 10 mögu­leg­um. Það eru svona hlut­ir sem koma veit­inga­hús­um á lista yfir þau tíu bestu í heimi.

Hvað borðar þú alls ekki? Ég man ekki eft­ir neinu. Eng­um al­geng­um mat að minnsta kosti, þótt það sé kannski eitt og annað sem ég er ekk­ert sér­stak­lega að sækj­ast eft­ir. Núna sneiði ég reynd­ar hjá sykri en það er heils­unn­ar vegna.

Avóka­dó á ristað brauð eða pönnu­kök­ur með sírópi? Ef ég væri ekki hætt að borða syk­ur myndi ég velja pönnu­kök­urn­ar.

Súpa eða sal­at? Súpa á vet­urna, sal­at á sumr­in. Og eins og veðrið hef­ur verið núna er ég enn í súpugírn­um.

Upp­á­haldsveit­ingastaður­inn: Ég fer mjög sjald­an út að borða hér á landi nú orðið og get eig­in­lega ekki sagt að ég eigi mér upp­á­haldsstað.

Besta kaffi­húsið: Oft­ast er það fé­lags­skap­ur­inn sem skipt­ir mig mestu, ekki kaffið eða um­hverfið. þegar ég er ein á ferð er­lend­is hef ég mest­an áhuga á um­hverf­inu og stemm­ing­unni og reyni þá að leita uppi göm­ul, klass­ísk og fín kaffi­hús, oft of­hlaðin gyll­ing­um og skrauti – staði eins og Café Maj­estic í Porto, New York Café í Búdapest, Pedrocchi í Padúa – svo að nokk­ur upp­á­höld séu nefnd.

Salt eða sætt? Salt.

Fisk­ur eða kjöt? Fisk­ur. Mér finnst kjöt yf­ir­leitt gott en gæti samt al­veg hætt að borða það. En ekki fisk.

Hvað set­ur þú á pizzuna þína? Það fer eft­ir því í hvernig skapi ég er. Ef mér líður vel gætu það verið næf­urþunn­ar kart­öflusneiðar, rós­marín og gráðost­ur.

Hvað er það skrýtn­asta sem þú hef­ur borðað? Mér finnst eig­in­lega eng­inn mat­ur skrít­inn. En eitt af því óvenju­leg­asta var kannski gljáðu anda­tung­urn­ar sem Fuchsia Dun­lop eldaði og bar fram á mat­ar­ráðstefnu í Oxford fyr­ir nokkr­um árum. Þær komu á óvart.     

Mat­ur sem þú gæt­ir ekki lifað án: Ég ætti erfitt með að kom­ast af án eggja.

Upp­á­halds­drykk­ur: Ég drekk aðallega krana­vatn og kaffi. En Cal­vados er allra meina bót.

Besta snarlið: Ef ég fæ lít­inn disk með nokkr­um góðum ost­um og kannski hnet­um, berj­um eða grá­fíkjumauki er ég al­sæl.

Hvað kanntu best að elda? Fisk. Eða mér finnst það alla vega.

Hvenær eldaðirðu síðast fyr­ir ein­hvern? Ég fékk sauma­klúbb­inn í mat á dög­un­um og bauð upp á hæg­eldaðar grísak­inn­ar í mar­okkóskri sósu með fersku taglia­telle.

Upp­á­hald­seld­húsáhaldið: Það gagn­leg­asta er skeið til að smakka með. En lík­lega held ég mest upp á Sage-mat­vinnslu­vél­ina mína. Rosa­lega kraft­mik­il og full­kom­in.

Besta upp­skrifta­bók­in: Ég á hátt í tvö þúsund mat­reiðslu­bæk­ur. Þær eru auðvitað ekki all­ar jafn­góðar en ég treysti mér alls ekki til að nefna ein­hverja eina.

Sak­bit­in sæla: Ný­steikt­ar kar­dimomm­uklein­ur, nán­ast beint upp úr pott­in­um.

Upp­á­haldsávöxt­ur: Nekta­rína sem er svo mjúk og vel þroskuð að maður ríf­ur hana í sund­ur með hönd­un­um í stað þess að skera hana og svo safa­rík að maður þyrfti helst að borða hana í baðker­inu.

Besti skyndi­bit­inn: Ég kaupi af og til skyndi­bita ef ég er stödd ein­hvers staðar fjarri heim­il­inu og er svöng. En ég man ekki eft­ir nein­um sem ég myndi gera mér ferð að heim­an til að kaupa. Jú, kannski pizzurn­ar á Eldofn­in­um, sem er nú bara í þarnæsta húsi.

Ef þú feng­ir Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur í mat, hvað mynd­ir þú elda? Ég veit að Vig­dís hef­ur dá­læti á frönsk­um mat svo að ég myndi velja eitt­hvað franskt; kannski coq au riesl­ing og súkkulaði-pots de creme. For­rétt­ur­inn – ja, eitt­hvað sem mér dytti í hug að gera úr fersk­asta og besta græn­meti sem ég fengi þann dag­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert