Kakan sem sögð er besta súkkulaðikaka í heimi

Besta súkkulaðikaka í heimi lítur heldur sakleysislega út.
Besta súkkulaðikaka í heimi lítur heldur sakleysislega út. mbl.is/ReubenMourad

Til er súkkulaðikaka sem er orðin goðsagna­kennd um víða ver­öld. Kak­an er svo eft­ir­sótt að fólk ferðast víðs veg­ar að úr heim­in­um til þess eins að fá að sökkva tönn­un­um í lunga­mjúka sneið af henni. Þessi kaka fæst ein­ung­is í agn­arsmárri búð í Lissa­bon í Portúgal og er eng­inn maður með mönn­um eða kona með kon­um nema að koma við í þess­ari búð, ef fólk er á annað borð í borg­inni. Finnst kak­an í Campo d’Ouriqu-hverf­inu og heit­ir búðin „O Mel­hor Bolo de Chocola­te do Mundo“, sem myndi lík­leg­ast þýðast sem „Besta súkkulaðikaka í ver­öld­inni.“ Búðin sjálf er lítið meira en hola í vegg, tek­ur aðeins átta manns í sæti og eru vegg­irn­ir þakt­ir í blaða og tíma­rita­úrklipp­um sem fjalla um kök­una frægu. Ekki er boðið upp á neitt annað í búðinni en súkkulaðikök­una, nema þá kannski kaffi­bolla til að skola henni niður með. 

Kak­an er ekki týpísk svampkaka, held­ur er hún bökuð án hveit­is og byggð upp af lög­um af stökk­um súkkulaði-mar­engs með þykku lagi af mjúkri súkkulaðimús inn á milli og hjúpuð glans­andi súkkulaði-ganache. Kak­an er ekki mikið skreytt og lítið er lagt upp úr fínni fram­setn­ingu, enda er það al­gjör óþarfi með svona góða köku. Bragðið seg­ir það sem segja þarf og stend­ur fyr­ir sínu. Segja þeir sem heim­sótt hafa búðina að kak­an sé svo góð að aug­un rúlli aft­ur í hnakka við fyrsta munn­bita. En bragð og áferð mæt­ast víst svo vel að úr verður al­gjört súkkulaði-himna­ríki. Við mæl­um því með að mataráhuga­fólk og súkkulaðifíkl­ar, sem eiga leið til Lissa­bon, geri sér leið í búðina góðu og fái sér sneið af þess­ari goðsagna­kenndu köku. Það ku vera vel þess virði. 

Svona lítur inngangurinn út að búðinni sem selur bestu súkkulaðiköku …
Svona lít­ur inn­gang­ur­inn út að búðinni sem sel­ur bestu súkkulaðiköku í heimi. mbl.is/​Di­ana
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert