Kjúklingur fyrir heimska

Berglind grillar þennan kjúkling reglulega og segir hann ofureinfaldan.
Berglind grillar þennan kjúkling reglulega og segir hann ofureinfaldan. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Hugmyndin á bak við þessa uppskrift og nafngift hennar má rekja til einfaldleika hennar og þeirri staðreynd að nánast ómögulegt sé að klúðra henni.

Það er meistari Berglind Guðmundsdóttir á Gulur, rauður, grænn og salt sem á heiðurinn að henni og hér útskýrir hún nánar söguna á bak við nafngiftina:

„Þennan kjúkling hef ég eldað frá því að ég byrjaði að búa. Uppskriftina fann ég á netinu og mig minnir að hún hafi þar borið nafnið „Chicken for dummies“. Þar sem uppskriftin var þá einungis til einkanota þá fékk hún nafnið „Kjúklingur fyrir heimska“. Síðan þá hafa margir beðið um og fengið uppskriftina, svo nafninu verður ekki breytt úr þessu. Hugmyndin með þessari nafngift er hins vegar sú að kjúklingurinn er svo ofureinfaldur í gerð að nær ómögulegt sé að klúðra honum. Þetta er því skotheld uppskrift fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu. Kjúlli fyrir heimska er með fyrstu grillréttum sem ég elda þegar sólin fer að skína og eftir öll þess ár stendur hann enn fyrir sínu og er í uppáhaldi hjá öllum fjölskyldumeðlimum.“

Kjúklingur fyrir heimska

  • 3-4 kjúklingabringur
  • 1 dl tómatsósa
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 kúfuð msk. hunang
  • 2 tsk. paprikuduft
  • salt
  • pipar

Aðferð

  1. Blandið öllum hráefnunum (fyrir utan kjúklinginn) saman í skál og saltið og piprið eftir smekk. Setjið kjúklinginn því næst út í marineringuna. Látið kjúklinginn liggja í marineringunni í smá tíma, því lengur því betra.
  2. Grillið kjúklinginn og berið síðan fram með góðu kartöflusalati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert