S'more er amerískur eftirréttur sem vinsælt er að útbúa við varðeld í útilegum ytra. Samanstendur þetta ljúfmeti af grilluðum sykurpúðum og þykku lagi af súkkulaði sem klemmt er á milli tveggja graham kexkaka og borðað eins og samloka. S'more er stytting á „some more“ og er hægt að rekja þennan ameríska eftirrétt allt aftur til 1920 en vinsælt var að gæða sér á þessu gotteríi í skátaferðum. Eru orðnar ótal útgáfur af eftirréttinum sem byrjaði sem einföld samloka; bökur, kökur, eftirréttarpizzur og ídýfur. Við mælum að sjálfsögðu með gömlu góðu s'mores samlokunum í útileguna, en fyrir þá sem ekki eru á leið í tjaldferð er hérna uppskrift af s'mores ídýfu sem auðvelt er að gera í ofninum heima.
Trufluð s'mores ídýfa
Aðferð