Ómótstæðilegur ofur-kjúlli

Sérlega djúsí kjúklingur.
Sérlega djúsí kjúklingur. mbl.is/Delish

Sumir réttir eru þess eðlis að þeir eru í senn ómótstæðilegir og afar auðveldir. Svo er aldrei verra ef þeir henta vel í ringningu en engu að síður er þetta kjúklingur sem passar við hvaða tilefni sem er og í hvaða veðri sem er. 

Bragðsamsetningin er afar spennandi en hér gefur að líta bæði balsamik edik og púðursykur sem gerir hann dökkan og afar djúsí tilsýndar. 

Ómótstæðilegur ofur-kjúlli 

  • 60 ml balsamik edik
  • 3 msk extra virgin ólífu olía
  • 2 msk púðursykur
  • 3 hvítlauksgeirar, maukaðir
  • 1 tsk þurrkað timjan
  • 1 tsk þurrkað rósmarín
  • 4 kjúklingabringur
  • Sjávarsalt
  • Ferskur svartur pipar
  • Fersk steinselja, söxuð

Aðferð: 

  1. Pískið saman balsamik edik, ólívu olíu, púðursykri, hvítlauk og þurrkuðu kryddjurtunum og kryddið vel með salti og pipar. Takið ¼ bolla til hliðar (60 ml)
  2. Setjið kjúklinginn út í skálina og blandið vel saman við marineringuna. Látið liggja í 20 mínútur hið minnsta.
  3. Hitið grillið eða pönnuna og grillið/steikið. Penslið með afgangs marineringunni og eldið í að minnsta kosti 6 mínútur á hvorri hlið.
  4. Skreytið með steinselju áður en borið fram.

Uppskrift: Delish

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert