Partí-pavlóvur sem gera allt vitlaust

00:00
00:00

Það er fátt lekk­er­ara eða bragðbetra en smá pavlóv­ur eða partí-pavlóv­ur eins og þær kall­ast hér. Þær eru bæði full­komn­ar í veisl­una eða sem eft­ir­rétt­ir. Hægt er að leika sér enda­laust með meðlætið en þessi út­færsla slær öll met og við hvetj­um ykk­ur til að prófa. 

Partí-pavlóvur sem gera allt vitlaust

Vista Prenta

Partí-pavlov­ur

50 pínu­litl­ar

  • 4 eggja­hvít­ur
  • 1 ½ bolli syk­ur (300 g)
  • 1 msk. flór­syk­ur
  • 1 msk. edik
  • 1 msk. vatn
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1 poki Appolo-súkkulaðilakk­rísk­url

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 220°C, ekki blást­ur.
  2. Þeytið allt sem er í upp­skrift­inni sam­an í 10 mín.
  3. Bætið Appolo-súkkulaðilakk­rísk­urli út í og blandið sam­an við með sleikju.
  4. Setjið bök­un­ar­papp­ír á tvær bök­un­ar­plöt­ur. Festið papp­ír­inn með ör­litlu af deigi í horn­in.
  5. Setjið deig með 2 skeiðum í litla toppa á papp­ír­inn, líka má not­ast við sprautu­poka, þær mega vera þétt.
  6. Setjið þær í ofn­inn og lækkið jafn­framt hit­ann í 110°C. Bakið í 40 mín. hverja plötu og hækkið hit­ann aft­ur í byrj­un við seinni plöt­una.
  7. Kælið kök­urn­ar.
  8. Hægt er að baka á blæstri og baka 2-3 plöt­ur í einu. Þær verða aðeins þurr­ari en þá er gott að setja rjóma tím­an­lega á þær svo aðeins blotni í þeim.

Ofan á:

  • ½ lítri rjómi
  • Bingó­kúlusósa
  • Jarðarber eða hind­ber
  • Myntu­lauf eða dill

Þeytið ½ lítra af rjóma og setjið rjómatopp ofan á hverja köku ásamt jarðarberi eða hind­beri og bingó­kúlusósu. Fal­legt er að skreyta ofan á með brotn­um mar­ens.  

Bingó­kúlusósa:

  • 1 dl rjómi
  • 1 poki Bingólakk­rís­kúl­ur

Bræðið allt sam­an í potti og kælið ör­lítið.

mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert