Parmesan-kjúklingur sem yljar hjartanu

Þessi kjúklingur fær að krauma í rjómakenndri tómatsósu, kryddaður með …
Þessi kjúklingur fær að krauma í rjómakenndri tómatsósu, kryddaður með óregano og borinn fram með bráðnum parmesan osti svo bragðlaukarnir taka gleði sína. mbl.is/therecipecritic

Nú þegar rign­ing­ar­veður, súld og vos­búð virðist eng­an endi ætla að taka er eina ráðið að hafa það náðugt í eld­hús­inu og elda eitt­hvað hugg­un­ar­fæði sem ylj­ar okk­ur að inn­an. Þessi kjúk­ling­ur fær að krauma í rjóma­kenndri tóm­atsósu, kryddaður með óregano og bor­inn fram með bráðnum par­mes­an osti svo bragðlauk­arn­ir taka gleði sína og við get­um gleymt þessu veðri um stund.

Parmesan-kjúklingur sem yljar hjartanu

Vista Prenta

Par­mes­an-kjúk­ling­ur sem ylj­ar hjart­anu

  • 2 msk. ólífu­olía
  • 4 kjúk­linga­bring­ur
  • 1 lít­ill lauk­ur
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • 1 dós af niðursoðnum tómöt­um í sósu
  • ½ bolli rjómi
  • ¼ bolli rif­inn par­mes­an ost­ur
  • 1 tsk. óregano
  • salt og pip­ar
  • ½ bolli par­mes­an ost­ur

Aðferð

  1. Takið fram stóra pönnu og bætið við einni mat­skeið af ólífu­olíu. Kryddið kjúk­linga­bring­urn­ar með salti og pip­ar. Steikið kjúk­ling­inn á meðal­há­um hita í 4-5 mín­út­ur á hvorri hlið, eða þar til hann brún­ast vel og er eldaður í gegn.

  2. Takið kjúk­ling­inn af pönn­unni og færið yfir á disk. Bætið við mat­skeið af ólífu­olíu á pönn­una. Saxið lauk­inn og hvít­lauk­inn smátt og steikið á pönn­unni þar til hann er orðinn mjúk­ur. Bætið þá við niðursoðnu tómöt­un­um í sósu á pönn­una. Gott er að merja tóm­at­ana með sleif ef þeir eru stór­ir. Bætið við rjóma, 1/​4 bolla af rifn­um par­mes­an osti og óregano kryddi. Bætið því næst við salti og pip­ar eft­ir smekk.

  3. Náið upp suðu og setjið þá kjúk­ling­inn aft­ur á pönn­una útí sós­una og leyfið hon­um að hitna vel. Rífið vel yfir af par­mes­an osti eða um 1/​2 bolla, og berið fram með pasta, eða ein­an og sér.
Gott er að bera réttinn fram með pasta, en hann …
Gott er að bera rétt­inn fram með pasta, en hann svín­virk­ar líka einn og sér. mbl.is/​th­erecipec­ritic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert