Nýjasta æðið í afmæliskökum

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Það fer ekki fram hjá nein­um sem hang­ir á sam­fé­lags­miðlum að nýj­asta æðið í af­mæl­is­köku­brans­an­um er frek­ar svalt. Marg­ir veigra sér þó við að baka svona köku en hér er skot­held upp­skrift frá Berg­lindi Hreiðars á Gotte­rí.is sem all­ir ættu að ráða við en það var Tinna vin­kona henn­ar sem á heiður­inn að bakstr­in­um. 

Nýjasta æðið í afmæliskökum

Vista Prenta

Blóma­mar­engs að hætti Berg­lind­ar

Það hef­ur sýnt sig und­an­farið að núm­era­kök­ur eins og þess­ar eru að slá í gegn. Í flest­um til­fell­um hef ég séð svo­kallaðar „Cream Tart“-núm­era­kök­ur en þar er kak­an þétt í sér, þunn og í tveim­ur til þrem­ur lög­um og skreytt með lif­andi blóm­um og fleiru skemmti­legu. Ég hef hins veg­ar ekki séð þetta búið til úr mar­engs fyrr svo nú ættu mar­engsaðdá­end­ur að taka vel eft­ir.

Upp­skrift fyr­ir einn tölustaf:

  • 6 eggja­hvít­ur
  • 300 gr. syk­ur
  • ½ tsk. lyfti­duft
  • 1 ½ bolli Rice Crispies
  • ½ bolli möndlu­f­lög­ur

Aðferð:

  1. Prentið út tölustafi sem fylla um það bil út í A3 blað. Dragið út­lín­ur í gegn á bök­un­ar­papp­ír. Látið tölustaf­inn snúa öf­ugt þannig að þegar búið er að baka mar­engs­inn sé hægt að snúa við á kökudisk.
  2. Bakið í 90 mín. á blæstri við 120 gráður. Leyfið mar­engs­in­um að kólna í um klukku­stund í ofn­in­um áður en hann er tek­inn út.
  3. Áður en þið setjið lyfti­duftið, Rice Crispies og möndlu­f­lög­ur út í mar­engs­inn takið þá smá­veg­is til hliðar og setjið í skál til að búa til rós­ir. Blandaði bleik­um, rauðum og blá­um mat­ar­lit út í til að fá lilla­blá­an lit á mar­engs­inn. Búið til rós­ir (1M stút­ur frá Wilt­on) og dropa (8B stút­ur frá Wilt­on) og látið bak­ast með tölustafn­um í 90 mín. Áður en rós­irn­ar og drop­arn­ir eru bakaðir má strá yfir smá köku­skrauti og leyfa því að bak­ast með.
  4. Sprautið svo rjóma (með smá flór­sykri) á mar­engs­botn­ana með 8B stútn­um og skreytti síðan með mar­engs­skraut­inu, lif­andi blóm­um, berj­um (jarðarber, hind­ber, bróm­ber, kirsu­ber) og frönsk­um makkarón­um.
mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka