Vöfflurnar sem Svava segir að séu bestar

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Vöffl­ur jaðra við trú­ar­brögð hér á landi og á dög­un­um birti Mat­ar­vef­ur­inn upp­skrift að sænsk­um vöffl­um sem var að finna á Skrímslasafn­inu á Bíldu­dal og voru þær stór­kost­leg­ar.

Svava Gunn­ars á Ljúf­meti og lekk­er­heit held­ur sig að ein­hverju leyti við sænska þemað hér en henn­ar upp­skrift er kom­in frá vefsíðunni Food 52 og full­yrðir Svava að hún sé sú allra besta. 

Hér gef­ur að líta vöffl­urn­ar henn­ar Svövu sem eru með held­ur óvenju­legu meðlæti sem hún hvet­ur les­end­ur til að prufa. 

Vöfflurnar sem Svava segir að séu bestar

Vista Prenta

Vöffl­urn­ar sem Svava seg­ir að séu best­ar

  • 1½ bolli hveiti
  • ½ bolli korn­sterkja (maizena-mjöl)
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • ½ tsk. mat­ar­sódi
  • 1 tsk. salt
  • 2 boll­ar nýmjólk eða súr­mjólk
  • 2/​3 bolli græn­met­isol­ía (ve­geta­ble oil) eða brætt smjör
  • 2 egg
  • 3 tsk. syk­ur
  • 1 ½ tsk. vanillu­drop­ar

Setjið hveiti, korn­sterkju, lyfti­duft, mat­ar­sóda og salt í skál og blandið vel sam­an. Bætið mjólk, græn­met­isol­íu, eggj­um, syk­ur og vanillu sam­an við og blandið vel. Látið deigið standa í 30 mín­út­ur. Bakið vöffl­urn­ar á smurðu vöfflu­járni.

Yfir vöffl­urn­ar:

  • sýrður rjómi (hrærið hann aðeins upp, svo hann verði kekkjalaus og mjúk­ur)
  • kaví­ar
  • rauðlauk­ur, fín­hakkaður
  • ferskt dill
mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert