Eftirréttur sem slær allt út

Í Vestmannaeyjabæ rekur Einar Björn Árnason veitingastaðinn Einsa kalda. Einar …
Í Vestmannaeyjabæ rekur Einar Björn Árnason veitingastaðinn Einsa kalda. Einar man eftir sér sýslandi í eldhúsi sem lítill peyi og leiðin lá snemma í kokkanám á meginlandinu. Hann sneri svo til baka og þegar Landeyjahöfn varð að veruleika sá Einar að grundvöllur væri fyrir að opna flottan veitingastað í miðbænum og hafa hann opinn allan ársins hring. Ásdís Ásgeirsdóttir

Ef þig lang­ar að slá vel um þig í næsta mat­ar­boði mæl­um við með þess­ari upp­skrift en hér gef­ur að líta dá­sam­lega blöndu af skyr­froðu, blá­berjakrapi, hvítsúkkulaðiostakremi og hafra-crumble.

Fyr­ir þá sem eru ekki þegar bú­in­ir að ákveða að bjóða upp á þenn­an rétt við fyrsta tæki­færi þá má þess geta að hann kem­ur úr smiðju Einsa kalda í Vest­manna­eyj­um og mat­ur­inn þar þykir af­burðagóður. 

Eftirréttur sem slær allt út

Vista Prenta

Skyr­búðing­ur og blá­ber

Fyr­ir sex

Skyr­froða

  • 200 ml mjólk
  • 200 g skyr hreint
  • 150 g flór­syk­ur
  • lime-safi

Aðferð:

  1. Þeytið mjólk, skyr og flór­syk­ur sam­an. Bætið lime-safa sam­an við.
  2. Hellið þessu svo í rjómasprautu og notið 3-4 gas­hylki til að ná réttri áferð. Þá er hægt að sprauta þessu í ílát. Geymið í kæli yfir nótt.

Blá­berjakrap

  • 100 g syk­ur
  • 50 g glúkósi
  • ½ l blá­berja­safi
  • 150 ml vatn

Aðferð:

  1. Hitið í potti að suðu.
  2. Bætið því næst við 4 g af þykk­ing­ar­efni og hrærið sam­an með töfra­sprota.
  3. Nauðsyn­legt er að gera þetta dag­inn áður og frysta.

Hvítsúkkulaðiostakrem

  • 125 g rjóma­ost­ur
  • 125 g mascarpo­neost­ur
  • 80 g syk­ur
  • 175 g hvítt súkkulaði
  • 120 g þeytt­ur rjómi

Aðferð:

Bræðið sam­an yfir vatnsbaði ost, syk­ur og súkkulaði. Þeytið rjóma og blandið hon­um var­lega sam­an við með sleikju.

Hafra-crumble

  • 100 g haframjöl
  • 250 g syk­ur
  • 200 g hveiti
  • 150 g smjör við stofu­hita
  • kanil­stöng

Aðferð:

Blandið öllu sam­an og dreifið á bök­un­ar­papp­ír. Bakið í 20 mín­út­ur á 160°C.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert