Lilja Katrín toppaði sjálfa sig

Kakan stóð undir væntingum afmælisdísarinnar.
Kakan stóð undir væntingum afmælisdísarinnar. mbl.is/Lilja Katrín

Bak­ar­inn og blaðamaður­inn Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir á blaka.is veit fátt skemmti­legra en að baka og í þetta skiptið var þriggja ára af­mæli dótt­ur henn­ar fagnað með pompi og prakt. Má með sanni segja að Lilja hafi toppað sjálfa sig enda veisl­an með fá­dæm­um vel heppnuð og lit­rík. Nokk­ur ljóst er að af­mæl­is­dís­in Anna Al­exía var hæst­ánægð með út­kom­una enda ekki annað hægt þegar mamma legg­ur á sig að baka ein­hyrn­ingakúk.

Lilja Katrín toppaði sjálfa sig

Vista Prenta

Ævin­týra­lega lit­ríkt barna­af­mæli

Lit­rík­ir syk­ur­púðar

  • syk­ur­púðar
  • vatn
  • Jello-duft í mis­mun­andi lit­um
Regn­bogamar­engs
  • 4 eggja­hvít­ur
  • 1/​2 tsk. cream of tart­ar
  • 1 bolli syk­ur
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • mat­ar­lit­ur

Regn­boga­bolla­kök­ur

  • 100 g mjúkt smjör
  • 100 g syk­ur
  • 2 egg
  • 180 g hveiti
  • 1 tsk. mat­ar­sódi
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar
  • múskat á hnífsoddi
  • 2 ban­an­ar (maukaðir)
  • 100 g sýrður rjómi

Krem á bolla­kök­ur

  • 160 g mjúkt smjör
  • 240 g flór­syk­ur
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 6 msk. hlyns­íróp (eða eft­ir smekk)
  • Skitt­les

Rice Krispies-ein­hyrn­ing­ar

  • 115 g smjör
  • 8 boll­ar litl­ir syk­ur­púðar
  • smá sjáv­ar­salt
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 8 boll­ar Rice Krispies
  • 2 boll­ar ein­hyrn­inga­morgun­korn (Hægt að nota meira Rice Kripies í staðinn, en ég fann þetta ein­hyrn­inga­morgun­korn í Hag­kaup­um)
  • sleikjóp­inn­ar
  • svart­ur glassúr til að gera augu
  • krem til að gera hár

Regn­boga­smá­kök­ur

  • 2 3/​4 bolli Korn­ax-hveiti
  • 1/​2 tsk. lyfti­duft
  • 1/​4 tsk. salt
  • 2/​3 bolli flór­syk­ur
  • 1/​4 bolli syk­ur
  • 290 g kalt smjör, skorið í ten­inga
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • mat­ar­lit­ur

Einyrn­ingakúk­ur - botn

  • 230 g mjúkt smjör
  • 1 bolli flór­syk­ur
  • 2 boll­ar hveiti
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar

Ein­hyrn­ingakúk­ur - kara­mella

  • 230 g smjör
  • 1 bolli púður­syk­ur
  • 1 bolli síróp
  • 1 dós sæt dósamjólk (sweetened cond­en­sed milk)
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt

Ein­hyrn­ingakúk­ur - súkkulaði

  • 3 boll­ar lit­ríkt súkkulaði

Aðferð:

Lit­rík­ir syk­ur­púðar

  1. Dýfið syk­ur­púðunum í vatn og þerrið þá ör­lítið þannig að þeir séu rak­ir.
  2. Veltið púðunum upp úr Jello-duft­inu og leggið á smjörpapp­ír til þerr­is.

Regn­bogamar­engs

  1. Hitið ofn­inn í 140°C. Teiknið tvo jafn­stóra hringi á smjörpapp­ír (mín­ir voru 18 senti­metra stór­ir) og snúið papp­írn­um við þannig að hring­irn­ir sjá­ist í gegn. Leggið smjörpapp­ír­inn á ofn­plötu.
  2. Þeytið eggja­hvít­urn­ar þar til þær freyða og blandið svo cream of tart­ar sam­an við. Stífþeytið eggja­hvít­urn­ar.
  3. Blandið sykr­in­um var­lega sam­an við, sirka einni mat­skeið í einu, og stífþeytið mar­engs­inn þar til syk­ur­inn hef­ur leyst upp.
  4. Skiptið mar­engs­blönd­unni í nokkr­ar mis­mun­andi skál­ar og litið með mis­mun­andi mat­ar­lit. Setjið hvern lit í sprautu­poka og klippið op á hornið á pok­an­um.
  5. Sprautið síðan lit­un­um hér og þar á hring­ina sem þið voruð búin að teikna á smjörpapp­ír­inn þar til þeir eru til­bún­ir.
  6. Bakið botn­ana síðan í 40-45 mín­út­ur. Opnið ofn­inn og leyfið botn­un­um að kólna í ofn­in­um. Ég þeytti síðan rjóma og smá flór­syk­ur sam­an og skellti á milli botn­anna.

Regn­boga­bolla­kök­ur

  1. Hitið ofn­inn í 180 °C. Hrærið sam­an smjör og syk­ur í 4-5 mín.
  2. Bætið eggj­um út í, fyrst öðru og svo hinu, og hrærið vel sam­an. Sigtið hveiti og mat­ar­sóda sam­an og bætið út í deigið.
  3. Blandið vanillu­drop­um, múskati, ban­ön­um og sýrðum rjóma út í og hrærið vel sam­an.
  4. Raðið bolla­köku­form­um á ofn­plötu og skiptið deig­inu á milli formanna. Bakið í 15-20 mín. Kælið kök­urn­ar áður en þær eru skreytt­ar.

Krem á regn­boga­bolla­kök­ur

  1. Þeytið smjörið í 4-5 mín­út­ur. Bætið síðan rest­inni af hrá­efn­um sam­an við, nema Skitt­les og hrærið vel.
  2. Deilið krem­inu í nokkr­ar skál­ar og litið með mat­ar­lit sem þið viljið. Sort­erið síðan Skitt­les þannig að lit­irn­ir séu aðskild­ir.
  3. Takið ykk­ur plast­glös í hönd og setjið hand­fylli af Skitt­les af sama lit í hvert glas. Skreytið síðan kök­urn­ar með kremi sem er í sama lit og Skitt­les.

Rice Krispies-ein­hyrn­ing­ar

  1. Takið til ílangt form, sirka 30 senti­metra stórt og klæðið það með smjörpapp­ír, helst þannig að hann nái aðeins upp á hliðarn­ar.
  2. Takið til stór­an pott og bræðið smjörið yfir meðal­hita. Bætið síðan syk­ur­púðum, sjáv­ar­salti og vanillu­drop­um sam­an við og hitið þar til syk­ur­púðarn­ir eru bráðnaðir. Hrærið reglu­lega í blönd­unni.
  3. Takið pott­inn af hell­unni, bætið síðan morgun­korn­inu sam­an við og hrærið vel. Þrýstið blönd­unni í formið þannig að yf­ir­borðið er slétt. Kælið í um klukku­stund.
  4. Skerið í ílanga bita og þrýstið sleikjóp­inna inn í eina hliðina. Gerið augu með glassúr og skreytið síðan með kremi (ég notaði kremið sem ég átti af­gangs úr bolla­kök­un­um).

Regn­boga­smá­kök­ur

  1. Blandið þur­refn­un­um vel sam­an. Myljið síðan smjörið út í og vinnið deigið vel með hönd­un­um. Blandið síðan vanillu­drop­um sam­an við og hnoðið vel.
  2. Skiptið deig­inu í sex búta og hnoðið mat­ar­lit í hvern bút. Pakkið hverj­um bút í plast­filmu og frystið í um 20 mín­út­ur.
  3. Hér er hægt að leika sér með deigið. Það sem ég gerði var að búa til ílang­an renn­ing úr fjólu­bláa deig­inu. Síðan flatti ég út bláa deigið og vafði því utan um og svo koll af kolli. Síðan frysti ég renn­ing­inn á meðan ég hitaði ofn­inn í 160°C. Svo skar ég út kök­ur með hníf og raðaði þeim á ofn­plötu og bakaði í 12-15 mín­út­ur.

Einyrn­ingakúk­ur - botn

  1. Hitið ofn­inn í 150°C. Spreyið ílangt form, sirka 33 sentí­metra langt og 23 sentí­metra breitt, með bök­un­ar­spreyi. Ekki er verra að klæða það líka með smjörpapp­ír og leyfa hon­um að ná upp hliðarn­ar.
  2. Blandið smjöri, sykri, hveiti og vanillu­drop­um vel sam­an og þrýstið blönd­unni í botn­inn á form­inu.
  3. Bakið í 28-33 í mín­út­ur og leyfið að kólna al­veg.

Ein­hyrn­ingakúk­ur - kara­mella

  1. Setjið öll hrá­efn­in í pott og hitið yfir meðal­hita. Hrærið stans­laust og náið upp suðu í blönd­unni. Leyfið henni að malla í 6-9 mín­út­ur.
  2. Takið pott­inn af hell­unni og hellið kara­mell­unni yfir botn­inn. Kælið í ís­skáp í 1-2 klukku­stund­ir. Skerið síðan her­leg­heit­in í litla bita.

Ein­hyrn­ingakúk­ur - súkkulaði

  1. Setjið súkkulaði í skál sem þolir ör­bylgju­ofn og bræðið í 30 sek­únd­ur í senn þar til allt er bráðnað. Ég notaði 3 liti af súkkulaði og því 3 mis­mun­andi skál­ar. Munið að hræra alltaf á milli holla.
  2. Súkkulaðihúðið bit­ana og raðið þeim á smjörpapp­ír. Þetta er aðeins of gott til að vera satt!
Nóg var af nammi.
Nóg var af nammi. mbl.is/​Lilja Katrín
mbl.is/​Lilja Katrín
Kakan er sérlega glæsileg.
Kak­an er sér­lega glæsi­leg. mbl.is/​Lilja Katrín
Nammi namm...
Nammi namm... mbl.is/​Lilja Katrín
Bollakökur í bolla.
Bolla­kök­ur í bolla. mbl.is/​Lilja Katrín
mbl.is/​Lilja Katrín
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert