Pad thai er mögulega einn vinsælasti réttur heims og þykir algjört sælgæti. Þessi uppskrift er úr smiðju Bankok og eins og þið getið ímyndað ykkur þá eru fáir hér á landi færari í pad thai gerð ein meistararnir þar.
Við á Matarvefnum segjum bara ekkert að þakka og njótið vel!
Pad thai
fyrir tvo
- 250 g kjúklingur
- 250 g hrísgrjónanúðlur
- 2 msk. matarolía
- 1 dl padthai-sósa
- 1 egg
- 50 g púrrulaukur
- 50 g gulrætur
- 50 g hvítkál
- 100 g salthnetur
- 10 g hvítlaukur
Aðferð:
1. Byrjið á því að setja hrísgrjónanúðlurnar í heitt vatn.
2. Matarolía sett á pönnu ásamt hvítlauki.
3. Skerið kjúklinginn í bita og bætið við.
4. Þegar kjúklingurinn er ágætlega tilbúinn bætið við egginu, leyfið því að vera á pönnunni í ca. 15 sekúndur áður en þið hrærið það við kjúklinginn.
5. Bætið við núðlunum ásamt padthai-sósunni.
6. Hrærið vel í 2 mínútur.
7. Næst er það grænmetið.
8. Síðasta skrefið er hneturnar, best er að mylja þær.
9. Njóta.
Bankok Tælenskur veitingarstaður Kóp
Aðlagar réttina að Íslendingum
mbl/Arnþór Birkisson